Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 17:07
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Liverpool og Man City munu leika gegn Real Madrid
Sjálfur bikarinn.
Sjálfur bikarinn.
Mynd: EPA
Zlatan aðstoðaði við dráttinn.
Zlatan aðstoðaði við dráttinn.
Mynd: EPA
Í dag var dregið í deildarkeppni Meistaradeildarinnar en athöfnin fór fram í Mónakó og var í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Sex ensk úrvalsdeildarlið voru í pottinum; Liverpool, Arsenal, Manchester City, Chelsea, Newcastle United og Tottenham.

Þetta er annað tímabilið með nýja fyrirkomulaginu þar sem 36 lið munu keppa við átta mismunandi andstæðinga og öll liðin raðast upp á sömu töflu.

Fyrsta umferð verður 16. september og lokaumferðin 28. janúar. Efstu átta lið deildarinnar munu komast í 16-liða úrslit og liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Úrslitaleikurinn verður á Puskas Arena í Búdapest.

Andstæðingar ensku liðanna:

Liverpool Real Madrid (h), Inter (ú), Atletico Madrid (h), Eintracht Frankfurt (ú), PSV Eindhoven (h), Marseille (ú), Qarabag (h) og Galatasaray (ú)

Manchester City: Borussia Dortmund (h), Real Madrid (ú), Bayer Leverkusen (h), Villarreal (ú), Napoli (h), Bodö/Glimt (ú), Galatasaray (h) og Mónakó (ú).

Arsenal: Bayern München (h), Inter (ú), Atletico Madrid (h), Club Brugge (ú), Olympiacos (h), Slavia Prag (ú), Kairat Almaty (h) og Athletic Bilbao (ú).

Chelsea: Barcelona (h), Bayern München (ú), Benfica (h), Atalanta (ú), Ajax (h), Napoli (ú), Pafos (h) og Qarabag (ú)

Tottenham: Borussia Dortmund (h), Paris St-Germain (ú), Villarreal (h), Eintracht Frankfurt (ú), Slavia Prag (h), Bodö/Glimt (ú), FC Kaupmannahöfn (h) og Mónakó (ú)

Newcastle: Barcelona (h), Paris St-Germain (ú), Benfica (h), Bayer Leverkusen (ú), PSV Eindhoven (ú), Marseille (ú), Athletic Bilbao (h) og Union SG (ú).
17:31
Takk fyrir að fylgjast með!
Segjum þessari textalýsingu lokið. Ef þið endurhlaðið fréttina þá sjáið þið samantekt hér að ofan á mótherjum ensku liðanna! Takk fyrir í dag og minnum á að dregið verður í Evrópudeildina og Sambandsdeildina 11:00 á morgun!

Eyða Breyta
17:29
De Bruyne og félagar gegn Man City...
Mynd: Napoli



Eyða Breyta
17:19
Alexander-Arnold gegn Liverpool...
Mynd: EPA

Það er eitthvað sem við fjölmiðlamenn getum nú talað um!


Eyða Breyta
17:19
Margir spennandi leikir framundan
Ég er sérstaklega spenntur fyrir Pafos frá Kýpur gegn Kairat Almaty frá Kasakstan. En það er örugglega bara ég.

Eyða Breyta
17:18
Andstæðingar liðanna í 4. potti:
Newcastle: Barcelona, PSG, Benfica, Leverkusen, PSV, Marseille, Athletic Bilbao og Union.

Athletic Bilbao: PSG, Dortmund, Arsenal, Atalanta, Sporting, Slavia Prag, Qarabag, Newcastle.

Qarabag: Chelsea, Liverpool, Frankfurt, Benfica, Ajax, Napoli, FCK, Athletic Bilbao.

Mónakó: Man City, Real Madrid, Juventus, Club Brugge, Tottenham, Bodö/Glimt, Galatasaray, Pafos.

Galatasaray: Liverpool, Man City, Atlético, Frankfurt, Bodö/Glimt, Ajax, Union, Mónakó.

Union: Inter, Bayern, Atalanta, Atlético, Marseille, PSV, Newcastle, Galatasaray.

Pafos: Bayern, Chelsea, Villarreal, Juventus, Slavia Prag, Olympiakos, Mónakó, Kairat Almaty.

Kairat Almaty: Real Madrid, Inter, Club Brugge, Arsenal, Olympiakos, Sporting, Pafos, FC Kaupmannahöfn.

FC Kaupmannahöfn: Dortmund, Barcelona, Leverkusen, Villarreal, Napoli, Tottenham, Kairat Almaty, Qarabag

Eyða Breyta
17:09
Mynd: UEFA


Eyða Breyta
17:05
Chelsea og Manchester City:
Mynd: EPA

Mynd: EPA



Eyða Breyta
17:03
Svona var drátturinn hjá Liverpool
Við leyfum stjörnunum að klára pott 4 og munum svo skoða heildarniðurstöðuna þegar því er lokið. Þar sem Liverpool á gríðarlegt magn stuðningsmanna hér á landi er um að gera að rifja upp leikjadagskrá liðsins...

Mynd: EPA



Eyða Breyta
17:00
Þar með er búið að draga úr potti 3
Og línur heldur betar búnar að skýrast.

Eyða Breyta
16:59
Napoli mætir
Chelsea, Man City, Frankfurt, Benfica, Sporting, PSV, Qarabag og FC Kaupmannahöfn.

Eyða Breyta
16:58
PSV Eindhoven mætir
Bayern, Liverpool, Bilbao, Leverkusen, Olympiacos, Napoli, Union og Newcastle.

Eyða Breyta
16:58
Slavia Prag mætir
Barcelona, Inter, Arsenal, Atalanta, Bodö/Glimt, Tottenham, Bilbao, Pafos.

Eyða Breyta
16:58
Ajax mætir
Inter, Chelsea, Benfica, Villarreal, Olympiakos, Marseille, Galatasaray og Qarabag.

Eyða Breyta
16:56
Olympiacos mætir
Real Madrid, Barcelona, Leverkusen, Arsenal, PSV, Ajax, Pafos og Kairat Almaty.

Eyða Breyta
16:55
Sporting Lissabon mætir
PSG, Bayern München, Club Brugge, Juventus, Marseille, Napoli, Kairat Almaty og Athletic Bilbao.

Eyða Breyta
16:55
Bodö/Glimt mætir
Man City, Dortmund, Juventus, Atletico Madrid, Tottenham, Slavia Prag, Mónakó og Galatasaray.

Eyða Breyta
16:54
Tottenham mætir
Dortmund heima
PSG úti
Villarreal heima
Frankfurt úti
Slavia Prag heima
Bodö/Glimt úti
FC Kaupmannahöfn heima
Mónakó úti

Eyða Breyta
16:51
Marseille mætir
Liverpool, Real Madrid, Atalanta, Club Brugge, Ajax, Sporting, Newcastle og Union.

Eyða Breyta
16:50
Þá er komið að potti 3
Mynd: EPA



Eyða Breyta
16:49
Villarreal mætir
Man City, Dortmund, Juventus, Leverkusen, Ajax, Tottenham, FC Kaupmannahöfn, Pafos

Eyða Breyta
16:48
Atletico Madrid mætir
Inter, Liverpool, Frankfurt, Arsenal, Bodö/Glimt, PSV, Union og Galatasaray.

Eyða Breyta
16:47
Juventus mætir
Dortmund, Real Marid, Benfica, Villarreal, Sporting, Bodö/Glimt, Pafos og Mónakó.

Eyða Breyta
16:46
Eintracht Frankfurt mætir
Liverpool, Barcelona, Atalanta, Atletico Madrid, Tottenham, Napoli, Galatasaray og Fenerbahce.

Eyða Breyta
16:46
Club Brugge mætir
Barcelona, Bayern München, Arsenal, Atalanta, Marseille, Sporting, Mónakó, Kairat Almaty.

Eyða Breyta
16:45
Benfica mætir
Real Madrid, Chelsea, Leverkusen, Juventus, Napoli, Ajax, Qarabag og Newcastle.

Eyða Breyta
16:44
Atalanta mætir
Chelsea, PSG, Club Brugge, Frankfurt, Slavia Prag, Marseille, Athletic Bilbao og Union.

Eyða Breyta
16:43
Arsenal mætir
Bayern München heima
Inter úti
Altetico Madrid heima
Club Brugge úti
Olympiakos heima
Slavia Prag úti
Kairat Almaty heima
Athletic Bilbao úti

Eyða Breyta
16:42
Leverkusen mætir
PSG, Man City, Villarreal, Benfica, PSV, Olympiakos, Newcastle og FC Kaupmannahöfn.

Eyða Breyta
16:41
Búið að draga úr potti 1
Mynd: EPA

Næst er pottur 2...

Eyða Breyta
16:39
Man City mætir
Dortmund, Real Madrid, Leverkusen, Villarreal, Napoli, Bodö/Glimt, Galatasaray, Mónakó.

Eyða Breyta
16:38
Man City næst...

Eyða Breyta
16:38
PSG mætir
Bayern München, Barcelona, Atalanta, Leverkusen, Tottenham, Sporting Lissabon, Newcastle, Atl Bilbao.

Eyða Breyta
16:38
PSG næst, ríkjandi meistarar

Eyða Breyta
16:37
Barcelona mætir
Chelsea, PSG, Frankfurt, Club Brugge, Olympiakos, Slavia Prag, FC Kaupmannahöfn og Newcastle.

Eyða Breyta
16:37
Barcelona kemur næst...

Eyða Breyta
16:36
Liverpool mætir
Real Madrid heima
Inter úti
Atletico Madrid heima
Frankfurt úti
PSV heima
Marseille úti
Qarabag heima
Galatasaray úti

Eyða Breyta
16:35
Liverpool næst...

Eyða Breyta
16:35
Dortmund mætir
Inter, Man City, Villarreal, Juventus, Bodö/Glimt, Tottenham, Bilbao og FC Kaupmannahöfn.

Eyða Breyta
16:34
Dortmund er næst...

Eyða Breyta
16:34
Inter mætir
Liverpool, Dortmund, Arsenal, Atletico, Slavia Prag, Ajax, Kairat Almaty og Union.

Eyða Breyta
16:33
Inter kemur næst upp... sjáum hverjum þeir mæta

Eyða Breyta
16:33
Real Madrid mætir
Man City, Liverpool, Juventus, Benfica, Marseille, Olympiakos, Mónakó og Kairat Almaty

Eyða Breyta
16:32
Real Madrid kemur upp...

Eyða Breyta
16:32
Chelsea mætir
Barcelona, Bayern, Benfica, Atalanta, Ajax, Napoli, Pafos og Qarabag

Eyða Breyta
16:31
Chelsea kemur næst upp úr pottinum...

Eyða Breyta
16:30
Bayern München mun mæta
Chelsea, PSG, Club Brugge, Arsenal, Sporting, PSV, Union og Pafos.

Arsenal leikur heimaleik gegn Bayern.

Eyða Breyta
16:30
"Allt er klárt" segir Marchetti
LOKSINS er komið að þessu! Zlatan dregur upp kúlu og upp kemur... Bayern München.

Eyða Breyta
16:29
Farið yfir hvaða lið eru í potti 1
Paris St-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter, Chelsea, Borussia Dortmund og Barcelona eru öll í efsta styrkleikaflokki.

Það er verið að fara að draga.... rétt bráðum... vona ég....

Eyða Breyta
16:23
MARCHETTI MÆTTUR Á SVIÐ!
Það þýðir bara eitt... nú er komið að alvörunni. Hann fer yfir fyrirkomulagið á þessu öllu saman.

Eyða Breyta
16:21
Hér má sjá sprellimyndbandið sem var sýnt áðan - Stutt í glensið hjá UEFA


Eyða Breyta
16:20
Kaka aðstoðar við dráttinn
Brasilíska goðsögnin stígur á svið. Hann vann Meistaradeildina með AC Milan 2007. Smá spjall með honum í gangi.

Eyða Breyta
16:19
Ceferin í miklu stuði
Mynd: EPA



Eyða Breyta
16:18
Skemmtiatriðunum fer vonandi að ljúka og drátturinn að hefjast...
Zlatan Ibrahimovic er nú mættur upp á svið, hann og Ceferin slá á létta strengi og Zlatan fær svo forsetaverðlaun UEFA. Magnaður ferill sem Zlatan átti... en hann vann aldrei Meistaradeildina! Fær þó forsetaverðlaunin sem sárabót.

Eyða Breyta
16:15
Forseti ríkjandi meistara PSG
Mynd: EPA

Katarinn Nasser Al-Khelaifi forseti ríkjandi meistara PSG er að sjálfsögðu mættur.

Eyða Breyta
16:13
Sprellimyndband
Nú er verið að sýna hressandi sprellimyndband þar sem reynir á leiklistarhæfileika Ceferin, Figo, Zlatan, Marchetti og fleiri góðra manna. Margir karlar með bindi og allir í stuði.

Eyða Breyta
16:08
Chelsea hlýtur viðurkenningu
Chelsea er heiðrað fyrir að hafa unnið alla sex bikara UEFA. Chelsea bætti Sambandsdeildinni við safnið á síðasta tímabili. Todd Boehly stjórnarformaður Chelsea er meðal þeirra sem eru í salnum í Mónakó.



Eyða Breyta
16:05
Forsetinn mættur á svið
Mynd: EPA

Aleksander Ceferin forseti UEFA er kallaður á svið og spjallar við kynna athafnarinnar.

Eyða Breyta
16:04
Þegar þú hittir hetjuna þína


Eyða Breyta
16:02
Veislan er hafin
Kór syngur Meistaradeildarlagið á sviðinu á meðan á risaskjám eru rifjuð upp mögnuð augnablik úr sögu keppninnar. Það er nóg af þeim!

Eyða Breyta
15:57
Giorgio Chiellini er stemningsmaður
Mynd: EPA



Eyða Breyta
15:56
Svona eru pottarnir


Eyða Breyta
15:38
Stuðið fer af stað 16. september
Fyrsta umferð verður 16. september og lokaumferðin 28. janúar. Efstu átta lið deildarinnar munu komast í 16-liða úrslit og liðin í sætum 9-24 fara í umspil.

Eyða Breyta
15:36
Skiptum yfir á rauða dregilinn
Mynd: EPA

Brasilíumaðurinn Kaka mættur á rauða dregilinn. Ofboðslega var gaman að horfa á hann spila fótbolta á sínum tíma. Hann vann Meistaradeildina með AC Milan 2007.

Eyða Breyta
15:33
Hvenær verður dregið í Evrópudeildina og Sambandsdeildina?
Þar er verið að spila í umspilinu í kvöld og dregið verður svo í deildakeppnirnar á morgun klukkan 11 að íslenskum tíma. Við gerum ráð fyrir því að Breiðablik klári sitt verkefni og verði í pottinum í Sambandsdeildinni.

Í fyrsta sinn verður dregið í báðar þessar deildir í sömu athöfn. Stuð og stemning.

Eyða Breyta
15:31
Stjarna sýningarinnar
Mynd: EPA

Að vanda er það Giorgio Marchetti sem heldur utan um sýninguna, veislustjóri (master of ceremonies) hjá UEFA. Marchetti er bestur í Evrópu að draga og á löngum og einstaklega farsælum ferli hans hefur dráttur aðeins einu sinni mistekist. Reyndar er dráttur dagsins að mestu tölvustýrður en Marchetti sér til þess að allt fari fullkomlega fram.

Eyða Breyta
15:21
Úrslitaleikurinn verður á Puskas Arena í Búdapest
UEFA tilkynnti fyrr í dag að úrslitaleikurinn verður spilaður fyrr um daginn en hefur verið hingað til.

   28.08.2025 13:30
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar spilaður fyrr um daginn


Eyða Breyta
15:18
Fyrirkomulagið
Liðin 36 skiptast upp í fjóra styrkleikaflokka. Gervigreindin mun sjá um dráttinn og byrjað verður í fyrsta styrkleikaflokki, potti 1.

Paris St-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter, Chelsea, Borussia Dortmund og Barcelona eru öll í potti 1.

Hvert lið spilar samtals átta leiki, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki. Einu heima, hinu úti.

Eyða Breyta
15:12
Liðin í keppninni:
Ajax
Arsenal
Atalanta
Athletic Bilbao
Atletico Madrid
Borussia Dortmund
Barcelona
Bayern München
Benfica
Bodö/Glimt
Chelsea
Club Brugge
F.C. Kaupmannahöfn
Eintracht Frankfurt
Galatasaray
Inter
Juventus
Kairat Almaty
Bayer Leverkusen
Liverpool
Manchester City
Marseille
Mónakó
Napoli
Newcastle United
Olympiacos
Pafos FC
PSG
PSV Eindhoven
Qarabag
Real Madrid
Slavia Prag
Sporting Lissabon
Tottenham
Union Saint-Gilloise
Villarreal

Eyða Breyta
15:11
Meistaradeildin hefur aldrei teygt sig eins víða
Nýliðarnir í Meistaradeildinni þetta tímabilið eru Bodö/Glimt frá Noregi, Kairat Almaty frá Kasakstan, Pafos frá Kýpur og Union Saint-Gilloise frá Belgíu. Aldrei hefur Meistaradeildin dreifst yfir eins stórt svæði heimsins, Bodö er við norðurheimskautsbauginn og Almaty er nálægt landamærunum að Kína.

Eyða Breyta
15:04
Sviðið er klárt!
Mynd: EPA

Velkomin með okkur í beina lýsingu frá drættinum í Meistaradeildina sjálfa! Athöfnin verður þá í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA.

Horfðu á BEINA útsendingu frá athöfninni hér

Eyða Breyta
Athugasemdir