Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. september 2020 18:30
Aksentije Milisic
Koeman lofar Fati stóru hlutverki á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Ronaldo Koeman, þjálfari Barcelona, býst við því að hinn 17 ára gamli Ansu Fati muni spila stórt hlutverk í liði Barcelona á þessari leiktíð.

Fati er yngsti leikmaður sögunnar sem hefur skorað í Meistaradeildinni og sá yngsti sem hefur skorað fyrir Barcelona. Koeman segir þó að hann muni þurfa tíma til þess að þróa sinn leik á komandi árum.

Fati skoraði tvennu í sigri Barcelona á Villareal um síðustu helgi en þetta var fyrsti leikur Börsunga á tímabilinu.

„Ansu er ungur leikmaður og við bíðum eftir stöðugleika í spilamennsku hans," sagði Koeman.

„Hann á bjarta framtíð fyrir höndum og ég var sáttur með hann í leiknum gegn Villareal. Hann hefur bætt sig mikið og við höfum grætt á því. Við erum bjartsýnir á að hann haldi áfram að þróa leik sinn."

Fati verður í treyju númer 22 hjá Barcelona á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner