Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   lau 28. september 2024 17:19
Kári Snorrason
Arnór Gauti meyr: Aldrei fundið aðra eins tilfinningu
Lengjudeildin
Arnór meyr eftir lokaflautið.
Arnór meyr eftir lokaflautið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding leika í efstu deild karla í fyrsta sinn á næsta ári. Liðið lék gegn Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni. Leikar enduðu með 1-0 sigri Aftureldingar sem þar með tryggðu sér sæti Bestu-deildinni. Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Afturelding

„Þetta er langþráður draumur síðan ég flutti í Mosfellsbæ árið 2000. Pabbi var að mæta á leiki þegar það voru fleiri í gæslu en áhorfendur. Ég er í geðshræringu, þetta er búin að vera svo erfið vika. Þetta er ólýsanlegt, ég er bara meyr."

Arnór brotnaði niður við lokaflautið.

„Ég brotnaði niður. Ég hef aldrei fundið aðra eins tilfinningu. Ég er búinn að vinna að þessu svo hart, búinn að koma upp alla yngri flokka, sjá um klúbbinn. Ég er með flúr af klúbbnum þetta er svo mikið dedication."

Arnór byrjaði á bekknum.

„Ég held að Maggi sé skyggn. Hann sagði þetta við mig á fimmtudaginn að leikurinn yrði lokaður. Svo þegar ég kæmi inn á sjötugustu mínútu skorum við innan tveggja mínútna. Svo gerðist það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner