Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. október 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Ísak orðaður við stórlið - Upamecano til Man Utd?
Powerade
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dayot Upamecano
Dayot Upamecano
Mynd: Getty Images
Ísak Bergmann Jóhannesson kemur við sögu í slúðurpakka dagsins en BBC tók saman.



Manchester United ætlar að reyna að fá varnarmanninn Dayot Upamecano (22) frá RB Leipzig næsta sumar. (Times)

Liverpool hefur bæst í hóp félaga sem eru að skoða íslenska U21 landsliðsmanninn Ísak Bergmann Jóhannesson (17) hjá IFK Norrköping. (Expressen)

Ísak hefur einnig verið undir smásjá Manchester United og Juventus. (Aftonbladet)

Juventus reyndi að fá Ansu Fati (17) frá Barcelona í sumar. (Calciomercato)

Brighton ætlar að bjóða bakverðinum Tariq Lamptey (20) nýjan samning en Bayern Munchen hefur sýnt áhuga. (Sun)

Adil Rami segir að Kylian Mbappe sé á leið til Real Madrid næsta sumar frá PSG. (Metro)

Luicen Favre, þjálfari Dortmund, telur að miklar vangaveltur um möguleg félagaskipti til Manchester United hafi haft slæm áhrif á frammistöðu Jadon Sancho. (Mirror)

Argentínski framherjinn Lautaro Martinez (23) segist ekki vita hvað gerist í framtíðinni en hann er ánægður hjá Inter í augnablikinu. (AS)

Argentínska félagið Racing Club de Avellaneda vill fá markvörðinn Sergio Romero (33) frá Manchester United en hann þarf að taka á sig mikla launalækkun til að það gangi upp. (Star)

Birmingham hefur áhuga á að fá brasilíska framherjann Alexandre Pato (31) en hann er félagslaus í augnablikinu. (Calciomercato)

Arsenal mun fá samkeppni frá PSG og Juventus um miðjumanninn Houssem Aouar (22) hjá Lyon. (Tuttosport)

Aston Villa reyndi að fá varnarmanninn Mohamed Simakan (20) frá Strasbourg í sumar og félagið gæti reynt aftur í janúar. AC Milan, Lyon og Borussia Dortmund hafa einnig áhuga. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner