Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   sun 28. nóvember 2021 16:01
Aksentije Milisic
England: City lagði West Ham í snjókomunni - Vardy setti tvö
Gundogan fagnar í snjókomunni.
Gundogan fagnar í snjókomunni.
Mynd: EPA
Vardy setti tvö.
Vardy setti tvö.
Mynd: EPA
Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en fyrr í dag var leik Burnley og Tottenham frestað vegna snjókomu.

Snjókoman á Bretlandseyjum hefur sett svip sinn á leikina í dag eins og má sjá hér á myndinni til hliðar.

Á Etihad vellinum í Manchester áttust við Manchester City og West Ham. City sótti meira og skapaði sér nokkur fín færi áður en Ilkay Gundogan kom liðinu í forystu með skoti af stuttu færi á 33. mínútu.

Smá töf var í hálfleik en moka þurfti mikinn snjó af vellinum í hálfleik og það tók rúmar tuttugu mínútur.

City bætti við einu marki undir lok leiks. Fernandinho, sem var nýkominn inn á sem varamaður fyrir Raheem Sterling, kláraði þá færið sitt einstaklega vel eftir sendingu frá Gabriel Jesus.

West Ham náði að minnka muninn á síðustu mínútu uppbótartímans. Þá skoraði Manuel Lanzini stórkostlegt mark. Lokatölur 2-1.

Á King Power vellinum var einnig mikil snjókoma þegar Leicester og Watford mættust. Það var líka mikið af mörkum en heimamenn unnu góðan 4-2 sigur þar sem Jamie Vardy setti tvennu fyrir Leicester.

Þá vann Brentford fínan sigur á Everton en það var Ivan Toney sem skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum eftir klaufalegt brot hjá Andros Townsend.

Leicester City 4 - 2 Watford
1-0 James Maddison ('16 )
1-1 Joshua King ('30 , víti)
2-1 Jamie Vardy ('34 )
3-1 Jamie Vardy ('42 )
3-2 Emmanuel Dennis ('61 )
4-2 Ademola Lookman ('68 )

Manchester City 2 - 1 West Ham
1-0 Ilkay Gundogan ('33 )
2-0 Fernandinho ('90)
2-1 Lanzini ('90)

Brentford 1 - 0 Everton
1-0 Ivan Toney ('24 , víti
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner