Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   þri 29. janúar 2019 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Stjarnan mætir Blikum í úrslitum
Guðjón Baldvinsson skoraði fyrir Stjörnuna.
Guðjón Baldvinsson skoraði fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 0 ÍA
1-0 Guðjón Baldvinsson ('74)
2-0 Tristan Freyr Ingólfsson ('75)

Stjarnan mun leika til úrslita í Fótbolta.net mótinu annað árið í röð eftir góðan sigur á ÍA í Kórnum í kvöld.

Smelltu hér til að skoða skýrslu KSÍ frá leiknum.

Það var allt í járnum í fyrri hálfleik og kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en á 74. mínútu en þá skoraði Guðjón Baldvinsson fyrir Stjörnuna. Nokkrum sekúndum síðar skoraði Tristan Freyr Ingólfsson annað mark Garðbæinga. Tristan Freyr hafði komið inn á sem varamaður.

Þar við sat og lokatölur 2-0 fyrir Stjörnuna sem mun spila við Breiðablik í úrslitaleiknum. Í fyrra vann Stjarnan 1-0 sigur á Grindavík í úrslitaleiknum.

ÍA leikur um þriðja sætið við HK.

Leikið um sæti í A-deild:
1. sæti Stjarnan - Breiðablik
3. sæti ÍA - HK
5. sæti FH - Grindavík
7. sæti Keflavík - ÍBV

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner