Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
banner
   lau 29. apríl 2023 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Forréttindi að fá að þjálfa þennan dreng
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar
Gunnar Vatnhamar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög ljúf, þetta var geggjað hérna í lokin - uppskera seinni hálfleiksins sem var mjög vel spilaður af okkar hálfu; mjög taktíkst spilaður, engin mistök og við herjuðum kerfisbundið á þá. Þeir voru farnir að þreytast og við náðum að nýta okkur það sem betur fer. En fyrstu 25 mínúturnar voru algjörlega eign KA manna, þeir voru frábærir og við áttum engin svör. Sem betur fer þá fengum við ekki á okkur mark á því tímabili," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir sigurinn gegn KA í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 KA

„Við vorum beinskeyttari og vorum ekki beint að fá á okkur dauðafæri. Þetta eru bara tvö mjög góð lið að spila og við höfum alltaf átt mjög erfiða leiki á móti KA. Það var engin breyting þar á í dag."

„Þeir voru bara mjög þéttir í sínum að gerðum og við vorum ekki alveg að finna taktinn okkar. Við breyttum aðeins í seinni hálfleik, Pablo var mjög klókur í að draga sig út úr svæðum og fá bakverðina aðeins hærra upp. Þar af leiðandi komu betri krossar og við náðum að nýta okkur það. En þessir leikir eru eintóm skák orðnir, það eru allir farnir að greina alla mjög vel, þannig þú þarft að bregðast við á meðan leik stendur. Við gerðum það sem betur fer."


Í aðdraganda marksins var veittur hagnaður þegar Dusan Brkovic og Nikolaj Hansen fóru í návígi. Boltinn barst út til hægri, fyrirgjöf og mark. Arnar var spurður hvort hann væri ekki ánægður að ekki var dæmt brot í því atriði.

„Frábær dómgæsla og akkúrat það sem dómarar eiga að spotta og gerðu það mjög vel í þetta skiptið. Þeim ber að hrósa fyrir það, mjög vel gert," sagði Arnar.

Gunnar Vatnhamar skoraði sigurmarkið og Arnar hrósaði hónum í hástert. „Frábært fyrir hann, búinn að koma ótrúlega öflugur inn í okkar lið. Hann er betri leikmaður en ég hélt, þó að ég hélt alveg að hann væri góður. Hann er taktískt sterkur og góður karakter. Forréttindi að fá að þjálfa þennan dreng. Hann er alltaf viljugur að mæta og gefa allt sitt í æfingar. Hann er búinn að koma mjög öflugur inn í okkar klúbb."

Viðtalið við Arnar er aðeins lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner