Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 29. júlí 2019 22:32
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Verðum einfaldlega að fara að vinna leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar voru tapliðið í frábærum fótboltaleik í Víkinni í kvöld og Ágúst þjálfari skiljanlega ekki sáttur í leikslok.

"Það er bara deginum ljósara að við þurfum að fara að vinna fótboltaleiki.  Frammistaða skiptir ekki máli, við þurfum að fá þrjú stig.  Að því leitum við og höfum ekki náð að gera í síðustu fjórum leikjum, við þurfum að fara að þekkja aftur tilfinninguna að sigra."

Varnarleikur Blikanna í kvöld var ekki til útflutnings.

"Við gáfum þrjú mörk sem við áttum að geta komið í veg fyrir, við spiluðum ágætlega úti á vellinum, boltinn gekk vel á milli manna og við sköpuðum okkur ágætis færi en það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð þrjú mörk á þig."

Blikar misstu tvo lykilmenn í glugganum þegar Aron Bjarnason og Jonathan Hendrickx yfirgáfu liðið.  Er Ágúst sammála því að ekki hafi tekist hjá Blikum að fylla í þau skörð?

"Já, það getur alveg verið.  Þetta eru margir litlir hlutir sem telja, þetta er ekki fótboltaleg geta sem vantar hjá okkur, þetta er andlegt og það er eitthvað sem við þurfum að taka til í."

Eru Blikar enn að leita að leikmönnum?

"Það er alveg möguleiki, þetta er búinn að vera langur mánuður.  Bæði höfum við verið að missa leikmenn og fá líka, en við sjáum til."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner