Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   mán 29. júlí 2019 22:32
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Verðum einfaldlega að fara að vinna leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar voru tapliðið í frábærum fótboltaleik í Víkinni í kvöld og Ágúst þjálfari skiljanlega ekki sáttur í leikslok.

"Það er bara deginum ljósara að við þurfum að fara að vinna fótboltaleiki.  Frammistaða skiptir ekki máli, við þurfum að fá þrjú stig.  Að því leitum við og höfum ekki náð að gera í síðustu fjórum leikjum, við þurfum að fara að þekkja aftur tilfinninguna að sigra."

Varnarleikur Blikanna í kvöld var ekki til útflutnings.

"Við gáfum þrjú mörk sem við áttum að geta komið í veg fyrir, við spiluðum ágætlega úti á vellinum, boltinn gekk vel á milli manna og við sköpuðum okkur ágætis færi en það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð þrjú mörk á þig."

Blikar misstu tvo lykilmenn í glugganum þegar Aron Bjarnason og Jonathan Hendrickx yfirgáfu liðið.  Er Ágúst sammála því að ekki hafi tekist hjá Blikum að fylla í þau skörð?

"Já, það getur alveg verið.  Þetta eru margir litlir hlutir sem telja, þetta er ekki fótboltaleg geta sem vantar hjá okkur, þetta er andlegt og það er eitthvað sem við þurfum að taka til í."

Eru Blikar enn að leita að leikmönnum?

"Það er alveg möguleiki, þetta er búinn að vera langur mánuður.  Bæði höfum við verið að missa leikmenn og fá líka, en við sjáum til."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir