Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
   mán 29. júlí 2019 22:32
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Verðum einfaldlega að fara að vinna leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar voru tapliðið í frábærum fótboltaleik í Víkinni í kvöld og Ágúst þjálfari skiljanlega ekki sáttur í leikslok.

"Það er bara deginum ljósara að við þurfum að fara að vinna fótboltaleiki.  Frammistaða skiptir ekki máli, við þurfum að fá þrjú stig.  Að því leitum við og höfum ekki náð að gera í síðustu fjórum leikjum, við þurfum að fara að þekkja aftur tilfinninguna að sigra."

Varnarleikur Blikanna í kvöld var ekki til útflutnings.

"Við gáfum þrjú mörk sem við áttum að geta komið í veg fyrir, við spiluðum ágætlega úti á vellinum, boltinn gekk vel á milli manna og við sköpuðum okkur ágætis færi en það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð þrjú mörk á þig."

Blikar misstu tvo lykilmenn í glugganum þegar Aron Bjarnason og Jonathan Hendrickx yfirgáfu liðið.  Er Ágúst sammála því að ekki hafi tekist hjá Blikum að fylla í þau skörð?

"Já, það getur alveg verið.  Þetta eru margir litlir hlutir sem telja, þetta er ekki fótboltaleg geta sem vantar hjá okkur, þetta er andlegt og það er eitthvað sem við þurfum að taka til í."

Eru Blikar enn að leita að leikmönnum?

"Það er alveg möguleiki, þetta er búinn að vera langur mánuður.  Bæði höfum við verið að missa leikmenn og fá líka, en við sjáum til."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner