fim 29. júlí 2021 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Gomez og Van Dijk sneru aftur í tapi gegn Herthu Berlín
Joe Gomez og Virgil van Dijk koma hér inná í leiknum
Joe Gomez og Virgil van Dijk koma hér inná í leiknum
Mynd: Heimasíða Liverpool
Hertha Berlín 4 - 3 Liverpool
1-0 Santiago Ascacibar ('21 )
2-0 Suat Serdar ('31 )
2-1 Sadio Mane ('36 )
2-2 Takumi Minamino ('42 )
3-2 Stevan Jovetic ('66 )
4-2 Stevan Jovetic ('80 )
4-3 Alexander Oxlade-Chamberlain ('88 )

Þýska liðið Hertha Berlín vann Liverpool 4-3 er liðin mættust í æfingaleik á Tivolio-vellinum í Aachen í Þýskalandi í dag. Joe Gomez og Virgil van Dijk snéru aftur á völlinn eftir erfið meiðsli.

Van Dijk og Gomez meiddust seint á síðasta ári. Van Dijk meiddist eftir ljóta tæklingu frá Jordan Pickford í nágrannaslagnum gegn Everton í október og sleit liðbönd í hné og þá meiddist Gomez á æfingu með enska landsliðinu aðeins mánuði síðar.

Þeir voru báðir á bekknum í kvöld og spiluðu síðustu mínúturnar en Van Dijk átti þátt í þriðja marki Liverpool.

Hertha Berlín komst tveimur mörkum yfir áður en Kostas Tsimikas lagði upp mark fyrir Sadio Mane. Japanski landsliðsmaðurinn Takumi Minamino jafnaði metin nokkrum mínútum síðar.

Stevan Jovetic, sem kom til Herthu á frjálsri sölu frá Mónakó á dögunum, skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum áður en Alex Oxlade-Chamberlain náði í sárabótarmark undir lokin. Van Dijk átti skalla. Markvörður Herthu varði skalla Van Dijk út í teiginn á Oxlade-Chamberlain sem skoraði með laglegu skoti.

Lokatölur 4-3 fyrir Herthu Berlín. Liverpool spilar við Bologna í Frakklandi í næstu viku og á þá leiki gegn Athletic Bilbao og Osasuna áður en enska úrvalsdeildin fer af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner