fim 29. júlí 2021 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jajalo æfir af krafti og því er Dogatovic á förum frá KA
Kristijan Jajalo.
Kristijan Jajalo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Kristijan Jajalo er byrjaður að æfa aftur af krafti með KA eftir erfið meiðsli.

Jajalo handleggsbrotnaði í apríl, rétt fyrir Íslandsmótið. „Þetta eru meiðsli sem ekkert lið vill lenda í skömmu fyrir mót en þetta er partur af þessu sporti, menn meiðast og þetta var bara slys," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, um meiðslin.

Þessi meiðsli urðu til þess að Steinþór Már Auðunsson fékk tækifærið í marki KA. Hann hefur staðið sig frábærlega í sumar og það verður erfitt fyrir Jajalo að taka sæti sitt í liðinu aftur.

„Allt kredit á Stubb sem hættir ekki að koma manni á óvart. Það að svona gæi geti komið inn og náð í stig fyrir lið í efri hluta deildarinnar er nokkuð rómantísk saga," sagði Gunnar Birgisson í síðasta Innkasti eftir að Stubbur, eins og Steinþór er kallaður, átti frábæran leik gegn Leikni.

Dogatovic á leið í Magna
Markvörðurinn Vladan Dogatovic er á leið í Magna Grenivík. Þessi fyrrum markvörður Grindavíkur hefur verið varamarkvörður hjá KA í sumar. Þar sem Jajalo er að verða klár, þá Djogatovic fara.

Magnamenn eru í sjötta sæti 2. deildarinnar eftir að hafa fallið naumlega úr Lengjudeildinni í fyrra.

Fótbolti.net er með beina lýsingu frá gluggadeginum en hægt er að nálgast hana hérna. KA gekk fyrr í dag frá samningi við miðjumanninn Jakob Snæ Árnason.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner