Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 29. júlí 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimavöllur Brentford fær nýtt nafn
Mynd: Getty Images
Brentford hefur gert tíu ára samning við tæknifyrirtækið Gtech (Grey Technology Limited) og mun heimavöllur félagsins nú hafa nafn fyrirtækisins í nafni sínu.

Völlurinn hefur heitið Samfélagsvöllurinn í Brentford en mun nú heita Gtech Samfélagsvöllurinn.

Raunverulegt virði samstarfssamningsins hefur ekki verið gefið upp en Brentford segir þó frá því að samningurinn sé sá stærsti sem það hafi gert í 133 ára sögu sinni.

Samningurinn mun hjálpa til við að knýja áfram frekari fjárfestingar í metnaðarfullar áætlanir Brentford innan sem utan vallar.

Brentford er á leið inn í sitt annað tímabil í úrvalsdeildinni en liðið endaði í 13. sæti sem nýliði á sínu fyrsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner