Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   mán 29. júlí 2024 21:41
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hallgrímur: Hefði tekið stiginu í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég hefði ekki verið ánægður með stig fyrirfram en eins og fyrri hálfleikurinn spilaðist hefði ég tekið því í hálfleik," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 2-2 jafntefli gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

"Svo allt í einu erum við 2-1 yfir og búnir að skalla í slá en svona er þetta bara. Því miður skorar KR í lokin og við tökum eitt stig. Ætli ég verði ekki aðeins ánægðari með það eftir nokkra daga en ég er núna."

Hvað skýrir muninn á frammistöðu liðsins í fyrri og seinni hálfleik? "Við bara mættum ekki með rétta hugarfarið í fyrri hálfleikinn og það var ekki KA sæmandi. Ég gerði mönnum það ljóst í hálfleik að ég væri himinlifandi að vera bara að tapa 1-0 því við áttum ekkert skilið."

Seinni hálfleikurinn var allt öðruvísi. Við förum héðan með eitt stig og verðum að taka því. "

Viðar Örn Kjartansson skoraði langþráð mark í kvöld og þjálfarinn var ánægður með sinn mann. "Jú þetta var flott mark. Hann er búinn að vera vaxandi undanfarið en sömuleiðis óheppinn. Nú kom þetta og það er gott fyrir okkur og léttir fyrir hann. "

Þá segir Haddi ekkert að frétta af félagaskiptamálum. "Nei ekki eins og staðan er. Við erum alltaf með opin augun en núna er ekkert að gerast."


Athugasemdir
banner
banner