Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mán 29. júlí 2024 21:32
Þorsteinn Haukur Harðarson
Pálmi Rafn um Ástbjörn og Gyrði: Ég er hæfilega bjartsýnn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

"Jú auðvitað verð ég að vera sáttur miðað við að við erum að stela stigi á seinustu sekúndunum. Þá get ég ekki verið annað en sáttur með það," segir Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn KA í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

"Hvernig leikurinn spilaðist og miðað við færin sem við fengum hefði ég viljað sigur en að sama skapi ná þeir að setja pressu á okkur. Jafntefli var ekki óskin en úr því sem komið var þá tökum við því"

Mikill munur var á frammistöðu KR liðsins í fyrri og seinni hálfleik. Kann þjálfarinn skýringar á því?

"Nei ég kann ekki skýringar á því. Þeir eru búnir að vera heitir undanfarið á meðan við höfum verið ískaldir. Þegar menn verða svona undir koðna menn aðeins og gefa eftir. Ég er hinsvegar gríðarlega ánægður með að þeir gáfust ekki upp og uppskáru allavega eitt stig."

"Mér finnst spilamennskan hjá okkur góð. Við erum að skora mörk en við erum líka að gefa alltof mikið af mörkum. Þegar það gerist verður strögl að vinna leiki."

Mikið hefur verið rætt um að KR sé að reyna ða fá Ástbjörn Þórðarsson og Gyrði Guðbrandsson frá FH en báðir eru þeir uppaldir í KR. Það virðist liggja fyrir að KR fái þá að lágmarki eftir tímabilið en sagan segir að þeir komi jafnvel núna í glugganum. "Ég er hæfilega bjartsýnn. Ég hef sagt það áður að ég myndi gjarnan vilja fá þessa tvo leikmenn til okkar og hvað þá núna í glugganum. En þeir eru bara leikmenn FH eins og er. Flottir leikmenn og frábærir karakterar."

En er fleiri frétta að vænta úr herbúðum KR í glugganum?"Ég er svolítið bara að reyna að vinna mína vinnu á grasinu og læt aðra um þessi mál."

Allt viðtalið við Pálma má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um meiðsli Stefáns Árna Geirssonar


Athugasemdir
banner
banner