Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   mán 29. júlí 2024 21:32
Þorsteinn Haukur Harðarson
Pálmi Rafn um Ástbjörn og Gyrði: Ég er hæfilega bjartsýnn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

"Jú auðvitað verð ég að vera sáttur miðað við að við erum að stela stigi á seinustu sekúndunum. Þá get ég ekki verið annað en sáttur með það," segir Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn KA í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

"Hvernig leikurinn spilaðist og miðað við færin sem við fengum hefði ég viljað sigur en að sama skapi ná þeir að setja pressu á okkur. Jafntefli var ekki óskin en úr því sem komið var þá tökum við því"

Mikill munur var á frammistöðu KR liðsins í fyrri og seinni hálfleik. Kann þjálfarinn skýringar á því?

"Nei ég kann ekki skýringar á því. Þeir eru búnir að vera heitir undanfarið á meðan við höfum verið ískaldir. Þegar menn verða svona undir koðna menn aðeins og gefa eftir. Ég er hinsvegar gríðarlega ánægður með að þeir gáfust ekki upp og uppskáru allavega eitt stig."

"Mér finnst spilamennskan hjá okkur góð. Við erum að skora mörk en við erum líka að gefa alltof mikið af mörkum. Þegar það gerist verður strögl að vinna leiki."

Mikið hefur verið rætt um að KR sé að reyna ða fá Ástbjörn Þórðarsson og Gyrði Guðbrandsson frá FH en báðir eru þeir uppaldir í KR. Það virðist liggja fyrir að KR fái þá að lágmarki eftir tímabilið en sagan segir að þeir komi jafnvel núna í glugganum. "Ég er hæfilega bjartsýnn. Ég hef sagt það áður að ég myndi gjarnan vilja fá þessa tvo leikmenn til okkar og hvað þá núna í glugganum. En þeir eru bara leikmenn FH eins og er. Flottir leikmenn og frábærir karakterar."

En er fleiri frétta að vænta úr herbúðum KR í glugganum?"Ég er svolítið bara að reyna að vinna mína vinnu á grasinu og læt aðra um þessi mál."

Allt viðtalið við Pálma má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um meiðsli Stefáns Árna Geirssonar


Athugasemdir
banner