Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   mán 29. júlí 2024 21:32
Þorsteinn Haukur Harðarson
Pálmi Rafn um Ástbjörn og Gyrði: Ég er hæfilega bjartsýnn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

"Jú auðvitað verð ég að vera sáttur miðað við að við erum að stela stigi á seinustu sekúndunum. Þá get ég ekki verið annað en sáttur með það," segir Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn KA í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

"Hvernig leikurinn spilaðist og miðað við færin sem við fengum hefði ég viljað sigur en að sama skapi ná þeir að setja pressu á okkur. Jafntefli var ekki óskin en úr því sem komið var þá tökum við því"

Mikill munur var á frammistöðu KR liðsins í fyrri og seinni hálfleik. Kann þjálfarinn skýringar á því?

"Nei ég kann ekki skýringar á því. Þeir eru búnir að vera heitir undanfarið á meðan við höfum verið ískaldir. Þegar menn verða svona undir koðna menn aðeins og gefa eftir. Ég er hinsvegar gríðarlega ánægður með að þeir gáfust ekki upp og uppskáru allavega eitt stig."

"Mér finnst spilamennskan hjá okkur góð. Við erum að skora mörk en við erum líka að gefa alltof mikið af mörkum. Þegar það gerist verður strögl að vinna leiki."

Mikið hefur verið rætt um að KR sé að reyna ða fá Ástbjörn Þórðarsson og Gyrði Guðbrandsson frá FH en báðir eru þeir uppaldir í KR. Það virðist liggja fyrir að KR fái þá að lágmarki eftir tímabilið en sagan segir að þeir komi jafnvel núna í glugganum. "Ég er hæfilega bjartsýnn. Ég hef sagt það áður að ég myndi gjarnan vilja fá þessa tvo leikmenn til okkar og hvað þá núna í glugganum. En þeir eru bara leikmenn FH eins og er. Flottir leikmenn og frábærir karakterar."

En er fleiri frétta að vænta úr herbúðum KR í glugganum?"Ég er svolítið bara að reyna að vinna mína vinnu á grasinu og læt aðra um þessi mál."

Allt viðtalið við Pálma má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um meiðsli Stefáns Árna Geirssonar


Athugasemdir
banner
banner