Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
   mán 29. júlí 2024 21:18
Þorsteinn Haukur Harðarson
Viðar Örn: 10 leikir og 0 mörk lúkkar ekki vel
Klárar tímabilið með KA
Viðar fagnar markinu í kvöld.
Viðar fagnar markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér líður svolítið eins og við höfum tapað leiknum. Þeir voru fínir í fyrri hálfleik en þetta var leikur tveggja hálfleikja og mér fannst yfirburðirnir það miklir í seinni svo þetta er svolítið súr tilfinning", segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, eftir 2-2 jafntefli gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

Viðar skoraði sitt fyrsta mark í sumar þegar hann kom KA í 2-1 í leiknum. "Það var frábært að skora. Það var bara tímaspursmál. Ég hef verið óheppinn að ná ekki að skora en mér finnst ég hafa spilað mjög vel."

"Þegar maður er að koma inn á og nær ekki að skora er það vont fyrir tölfræðina. 10 leikir og núll mörk lúkkar ekki vel. Auðvitað hefur þetta áhrif á mann og maður er þá ekki jafn öruggur í færunum en ég vissi alltaf að þetta myndi koma."

Fyrir tímabilið talaði Viðar um að hann ætlaði að reyna að koma sér aftur erlendis í sumarglugganum

"Ég verð áfram hjá KA út tímabilið 100%. Ég ætlaði að vera kominn fyrr í gang en ég var meiddur og spilaði ekki í nokkra mánuði. Ég er líka bara kominn á þann aldur að það tekur lengri tíma að koma sér í gang aftur. Auðvitað vonaðist maður til að skora nokkur mörk og þá kæmu einhverjir möguleikar en ég er mjög sáttur á Akureyri."

Allt viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner