
Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar hjá enska félaginu West Ham undirbúa sig nú fyrir komandi tímabil í ensku ofurdeildinni, efstu deild þar í landi.
West Ham er í æfingaferð í Ástralíu og mætti í dag franska liðinu PSG á heimavelli Perth Glory. PSG vann leikinn 1-0 með marki sem kom á 23. mínútu.
Dagný Brynjarsdóttir kom inn á rúmum tíu mínútum síðar og lék með því sinn fyrsta leik eftir barneign. Hér að neðan má sjá viðtal við Dagnýju sem tekið var í hálfleik í dag. Þar kemur fram að fjölskylda hennar hefði ferðast með til Ástralíu. „Það er gott að hafa alla fjölskylduna með. Ég vil sýna sonum mínum að allt sé mögulegt og að þú getir haldið áfram með ferilinn þó þú sért mamma."
West Ham er í æfingaferð í Ástralíu og mætti í dag franska liðinu PSG á heimavelli Perth Glory. PSG vann leikinn 1-0 með marki sem kom á 23. mínútu.
Dagný Brynjarsdóttir kom inn á rúmum tíu mínútum síðar og lék með því sinn fyrsta leik eftir barneign. Hér að neðan má sjá viðtal við Dagnýju sem tekið var í hálfleik í dag. Þar kemur fram að fjölskylda hennar hefði ferðast með til Ástralíu. „Það er gott að hafa alla fjölskylduna með. Ég vil sýna sonum mínum að allt sé mögulegt og að þú getir haldið áfram með ferilinn þó þú sért mamma."
Hún lék ekki með West Ham á síðasta tímabili þar sem hún var ólétt. Í febrúar eignuðust hún og Ómar Páll Sigurbjartsson, eiginmaður hennar, sinn annan son.
Hún var mætt á bekkinn hjá West Ham í lokaleik tímabilsins í maí.
Dagný framlengdi í vor samning sinn við West Ham en hún er fyrirliði liðsins. Hún gekk í raðir West Ham árið 2021 en áður spilaði hún fyrir Selfoss, Portland Thorns, Bayern München, Val, KFR/Ægir og Florida State-háskólann í Bandaríkjunum.
Dagný Brynjarsdóttir’s family made the trip with her to Australia and she’s loving having them in the stands ????
— Optus Sport (@OptusSport) August 29, 2024
Watch live and free ???? https://t.co/kfxIFMTuYq#PIFC pic.twitter.com/ZlBElfcULv
Our first substitution of the evening, Dagný on for Kristie ????
— West Ham United Women (@westhamwomen) August 29, 2024
?? 0-1 ???? (36’) pic.twitter.com/UQ49d8VBpq
Athugasemdir