Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fim 29. ágúst 2024 11:52
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu móttökurnar sem McTominay fékk í Napolí
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Napoli tóku vel á móti Scott McTominay þegar skoski miðjumaðurinn lenti á flugvelli borgarinnar.

McTominay er í læknisskoðun hjá félaginu áður en hann verður keyptur fyrir rúmlega 30 milljónir punda frá Machester United.

Þessi 27 ára leikmaður fékk lögreglufylgd af flugvellinum á meðan stuðningsmenn reyndu að fá bolamyndir og hrópuðu nafn hans í sífellu.

Manchester United mun í kjölfar sölunnar á McTominay ganga frá kaupum á úrúgvæska miðjumanninum Manuel Ugarte sem kemur frá PSG.


Athugasemdir
banner
banner