banner
   fös 29. september 2017 20:44
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu menn í 2. deild 2017
Andri Fannar er leikmaður ársins.
Andri Fannar er leikmaður ársins.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Sæþór Olgeirsson var valinn efnilegastur.
Sæþór Olgeirsson var valinn efnilegastur.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Rafn Markús Vilbergsson er þjálfari ársins.
Rafn Markús Vilbergsson er þjálfari ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Í kvöld var lið ársins í 2. deild karla opinberað í Pedersen svítunni, Gamla bíói. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2017:
Hörður Fannar Björgvinsson - Njarðvík

Neil Slooves - Njarðvík/Tindastóll
Stefan Spasic - Huginn
Styrmir Gauti Fjeldsted - Njarðvík
Sveinn Óli Birgisson - Magni

Blazo Lalevic - Huginn
Andri Fannar Freysson - Njarðvík
Gonzalo Zamorano Leon - Huginn

Sæþór Olgeirsson - Völsungur
Kristinn Þór Rósbergsson - Magni
Kenneth Hogg - Njarðvík/Tindastóll



Varamannabekkur:
Hjörtur Geir Heimisson - Magni
Aurelien Norest - Vestri
Arnar Helgi Magnússon - Njarðvík
Lars Óli Jessen - Magni
Bjarki Baldvinsson - Völsungur
Mehdi Hadraoui - Vestri
Ignacio Gonzalez Martinez - Höttur

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Daði Freyr Arnarsson (Vestri), Bergsteinn Magnússon (Huginn), Darko Franic (Sindri), Brenton Muhammad (Tindastóll), Aleksandar Marinkovic (Höttur), Milos Peric (Fjarðabyggð)
Varnarmenn: Milos Ivankovic (Huginn), Tanner Sica (Tindastóll), Brynjar Freyr Garðarsson (Njarðvík), Jón Gunnar Sæmundsson (Víðir), Jakob Hafsteinsson (Magni), Ýmir Már Geirsson (Magni), Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Afturelding), Gunnar Sigurður Jósteinsson (Völsungur), Halldór Bogason (KV), Milos Vasiljevic (Fjarðabyggð), Petar Mudresa (Höttur), Birkir Pálsson (Huginn), Loic Ondo (Fjarðabyggð), Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding), Unnar Már Unnarsson (Víðir), Eyþór Traustason (Völsungur)
Miðjumenn: Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding), Pawel Grudzinski (Víðir), Mate Paponja (Sindri), Dejan Stamenkovic (Víðir), Victor da Costa (Magni), Konráð Freyr Sigurðsson (Tindastóll), Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni), Nenad Zivanovic (Höttur), Róbert Örn Ólafsson (Víðir), Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn), Jason Daði Svanþórsson (Afturelding).
Sóknarmenn: Aleksandar Stojkovic (Víðir), Magnús Már Einarsson (Afturelding), Patrik Atlason (Víðir), Helgi Þór Jónsson (Víðir), Ágúst Leó Björnsson (Afturelding)



Þjálfari ársins: Rafn Markús Vilbergsson - Njarðvík
Rafn Markús tók við sem þjálfari Njarðvíkur undir lok síðasta tímabils og liðið hefur verið á sigurbraut síðan þá. Rafn bjargaði Njarðvík frá falli í fyrra og í ár vann liðið 2. deildina með miklum yfirburðum. Njarðvík endaði með 50 stig í sumar, ellefu stigum meira en næsta lið.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Páll Viðar Gíslason (Magni), Guðjón Árni Antoníusson (Víðir), Stefán Arnar Ómarsson (Tindastóll).

Leikmaður ársins: Andri Fannar Freysson - Njarðvík
Fyrirliði Njarðvíkinga er leikmaður ársins að mati þjálfara og fyrirliða í 2. deildinni. Andri Fannar er uppalinn Njarðvíkingur en árið 2011 var hann valinn efnilegastur í 2. deildinni. Þessi öflugi miðjumaður lék með Keflavík og Hauka um tíma en hann sneri aftur í Njarðvík í fyrra og var frábær á miðjunni í sumar.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Gonzalo Zamorano Leon (Huginn), Kristinn Þór Rósbergsson (Magni), Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni), Styrmir Gauti Fjeldsted (Njarðvík), Kenneth Hogg (Tindastóll/Njarðvík).

Efnilegastur: Sæþór Olgeirsson - Völsungur
Sæþór var langmarkahæstur í 2. deildinni í sumar en hann skoraði 23 mörk, sjö mörkum meira en næsti maður. Þessi 19 ára gamli leikmaður var sérstaklega öruggur á vítapunktinum en hann skoraði ellefu mörk úr vítaspyrnum í sumar.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Jón Gísli Eyland Sveinsson (Tindastóll), Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík), Ágúst Leó Björnsson (Afturelding), Daði Freyr Arnarsson (Vestri), Bjarki Steinn Bjarkason (Afturelding), Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding), Ýmir Már Geirsson (Magni)


Molar:

- Andri Fannar í Njarðvík fékk flest atkvæði allra leikmanna í lið ársins.

- Gonzalo Zamorano Leon var í öðru sæti í valinu á leikmanni ársins.

- Rafn Markús og Páll Viðar Gíslason voru tveir langefstir í vali á þjálfara ársins.

- Alls fengu átta leikmenn atkvæði í valinu á efnilegasta leikmanni ársins.
Athugasemdir
banner
banner
banner