Benoný Breki Andrésson var í byrjunarliði Stockport County sem lagði Blackpool að velli í League One deild enska boltans.
Stockport komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og þurfti Benoný að fara meiddur af velli í upphafi síðari hálfleiks, en lokatölur urðu 0-2.
Þetta er mikilvægur sigur fyrir Stockport sem er í harðri baráttu um sæti í Championship deildinni.
Í næstu deild fyrir neðan, League Two, mætti Grimsby Town til leiks og skóp nauman sigur gegn Colchester United.
Jason Daði Svanþórsson var ekki í hóp hjá Grimsby vegna veikinda, en liðið er aðeins þremur stigum frá umspilssæti fyrir League One deildina eftir þennan sigur.
Þetta var sjötti sigur Grimsby í röð í öllum keppnum.
Blackpool 0 - 2 Stockport County
Colchester United 0 - 1 Grimsby Town
Athugasemdir



