Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. september 2020 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ótrúleg aukning á vítaspyrnum í upphafi tímabils
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um nýjar reglur varðandi hendi í ensku úrvalsdeildinni. Þær segja að vítaspyrna verði dæmd ef boltinn fer í hendi varnarmanns innan vítateigs, hvort sem höndin sé í náttúrulegri stöðu eða ekki og hvort sem hún stöðvi boltann frá því að fara í átt að marki eða ekki.

Niðurstaðan er sú að það er búið að vera ótrúlega mikið af vítaspyrnum á upphafi tímabils, í heildina hafa þær verið 20 talsins í 26 leikjum. Sex þeirra voru dæmdar vegna hendi innan vítateigs. Vítaspyrnudómarnir hafa verið gagnrýndir harkalega enda hefði ekki verið dæmt hendi fyrir sömu atvik á síðustu leiktíð.

Tölfræðin er rosaleg og má sjá hér fyrir neðan. Ef úrvalsdeildin heldur áfram að spilast eins og í fyrstu umferðum tímabilsins munum við sjá 292 vítaspyrnur á tímabilinu, rúmlega 300% aukning frá því á síðustu leiktíð þegar dæmdar voru 92 vítaspyrnur.

Allir helstu knattspyrnufræðingar á Englandi hafa gagnrýnt nýju reglurnar og kalla eftir því að þeim verði breytt aftur til að takmarka skaðann sem þetta hefur á leikinn.

Það vekur athygli að Ítalir voru með svipaða reglu í Serie A á síðustu leiktíð en ákváðu að breyta henni til baka í haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner