þri 29. nóvember 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Brasilía mun nota varaliðið gegn Kamerún: Gæti unnið HM
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það þykir augljóst að Brasilía er með eitt af allra bestu liðum heimsmeistaramótsins í ár.


Brassar eru þegar komnir upp úr riðlinum sínum og búnir að tryggja þátttöku í 16-liða úrslitum. Þess vegna ætlar Tite landsliðsþjálfari að tefla fram feykiöflugu varaliði sínu fram í næsta leik.

Brasilía mætir Kamerún í lokaumferð riðlakeppninnar og má sjá líklegt byrjunarlið hér fyrir neðan.

Þar má meðal annars finna lykilmenn úr sterkustu liðum Englands og þykir ljóst að varalið Brasilíu er nægilega gott til að vinna heimsmeistaramótið.

Búist er við að Ederson (Man City), Fabinho (Liverpool), Bruno Guimaraes (Newcastle), Antony (Man Utd) og Gabriel Martinelli & Jesus (Arsenal) verði í byrjunarliðinu.

Þetta verður þung þraut fyrir Kamerún sem verður að ná í sigur til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Liðin eigast við í lokaumferðinni á föstudag þar sem hægt er að búast við æsispennandi rimmu.

Væntanlegt byrjunarlið: Ederson, Alves, Militao, Bremer, Telles, Fabinho, Guimaraes, Antony, Rodrygo, Martinelli, Gabriel Jesus
Bekkur: Alisson, Danilo, Silva, Marquinhos, Sandro, Casemiro, Paqueta, Fred, Neymar, Vinicius Jr, Richarlison, Raphinha, Weverton


Athugasemdir
banner
banner
banner