mán 30. janúar 2023 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristjana Sigurz í ÍBV (Staðfest)
Var hjá ÍBV tímabilin 2020 og 2021.
Var hjá ÍBV tímabilin 2020 og 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni því Kristjana Sigurz er gengin í raðir félagsins. Kristjana skrifar undir samning sem gildir út komandi tímabil.

Kristjana, sem er 20 ára fjölhæfur leikmaður, hefur áður leikið tvö tímabil með ÍBV á láni frá Breiðabliki en skiptir nú alveg yfir til okkar.

Kristjana á að baki 34 leiki fyrir meistaraflokk ÍBV í efstu deild og bikarkeppni og hefur leikið margar stöður á vellinum. Hún á einnig 15 landsleiki fyrir Íslands hönd í U19, U17 og U16 ára liðunum.

Úr frétt ÍBV:
Samtals á Kristjana vel á annað hundrað leiki skráða hjá KSÍ en það má því segja að hún sé orðin mjög reynslumikill leikmaður þrátt fyrir ungan aldur. Á síðustu leiktíð lék hún 13 leiki fyrir Breiðablik í deild og bikar.

Kristjana mun passa mjög vel inn í leikmannahóp ÍBV sem hefur leik í Lengjubikarnum í febrúar og leikur ÍBV nú 13. leiktíðina í röð í efstu deild, en Besta deildin hefst í apríl.

Komnar
Holly O'Neill frá Kanada
Kristjana Sigurz frá Breiðabliki

Farnar
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í Stjörnuna (var á láni frá Val)
Lavinia Elisabeta Boanda til Ítalíu
Madison Wolfbauer í Keflavík
Sandra Voitane í Keflavík
Þórhildur Ólafsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner