Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
   fim 30. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak sneri aftur á völlinn eftir meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Rosenborg í Noregi, sneri aftur á völlinn á sunnudag eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla og lék síðustu 23 mínúturnar í 0-0 jafntefli gegn Haugesund.

Hann hefur glímt við meiðsli á mjöðm sem hafa haldið honum frá vellinum.

Ísak var keyptur til Rosenborg frá Breiðabliki síðasta haust og gekk formlega í raðir félagsins eftir að Bestu deildinni lauk.

Hann átti frábært tímabil á Íslandi í fyrra, sló í gegn í upphafi móts og var mjög stór þáttur í því að Breiðablik náði að byggja upp forskot sem liðið lét svo ekki af hendi.

Í lok móts var hann svo valinn besti leikmaður mótsins hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner