Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 30. apríl 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara í 2. deildinni: 4. sæti
ÍR er spáð fjórða sæti.
ÍR er spáð fjórða sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Aron stýrir ÍR-ingum í sumar.
Ásgeir Aron stýrir ÍR-ingum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Kári Vignisson.
Axel Kári Vignisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
André Solorzano og Facundo Ricardo Scurti
André Solorzano og Facundo Ricardo Scurti
Mynd: Heimasíða ÍR
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla aðalþjálfara deildarinnar til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ÍR, 91 stig
5. Völsungur, 80 stig
6. Kári, 62 stig
7. Dalvík/Reynir, 60 stig
8. Víðir, 58 stig
9. KFG, 43 stig
10. Fjarðabyggð, 36 stig
11. Leiknir F., 23 stig
12. Tindastóll, 21 stig

4. ÍR
ÍR-ingar féllu úr Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð eftir mikla dramatík á lokadegi. ÍR tapaði gegn Magna í lokaumferðinni og varð það til þess að ÍR féll á meðan Magni hélt sér uppi. Ef spáin rætist verður ÍR áfram í 2. deild að ári.

Þjálfarinn: Brynjar Þór Gestsson hætti sem þjálfari ÍR í byrjun þessar mánaðar. Eiginkona Brynjars lést í síðasta mánuði eftir langvinn veikindi og vegna þessa hafði hann verið í fríi frá störfum síðan 15. janúar. Hann óskaði svo eftir lengra fríi og ljóst að hann verður ekki þjálfari liðsins í sumar. Ásgeir Aron Ásgeirsson sem var aðstoðarmaður Brynjars mun taka við liðinu með Jóhannes Guðlaugsson, yfirþjálfara og þjálfara 2. flokks, sér til aðstoðar. Ásgeir Aron lék með Fjölni, ÍBV, HK og Gróttu á sínum leikmannaferli. Skórnir fóru upp á hillu 2015.

Styrkleikar: Það er góð blanda af ungum og reynslumeiri leikmönnum sem eru tilbúnir að berjast fyrir treyjuna. ÍR-ingar eru staðráðnir í að bæta fyrir síðasta sumar. ÍR hefur skorað mikið á undirbúningstímabilinu og það verður spennandi að sjá hvort það haldi áfram inn í sumarið.

Veikleikar: Hópurinn hefur breyst mikið á milli ára. Gríðarlegar leikmannabreytingar hafa orðið og það tekur alltaf tíma að stilla saman strengi. Liðið fékk á sig 48 mörk í fyrra og varnarleikurinn þarf svo sannarlega að vera sterkari. Sóknarleikurinn virðist vera orðinn betri en hann var í fyrra. Sjáum við betri varnarleik í ár. ÍR var með versta heimavallarárangur af öllum liðum Inkasso-deildarinnar í fyrra. Áhorfendur í Breiðholti biðja um meira.

Lykilmenn: Axel Kári Vignisson, Ágúst Freyr Hallsson, Már Viðarsson.

Gaman að fylgjast með: André Solorzano frá Gvatemala og Facundo Ricardo Scurti frá Argentínu. Þeir hafa báðir spilað á Spáni undanfarin ár. Fróðlegt að sjá hvernig þeir koma út. Einnig má hér nefna Viktor Örn Guðmundsson sem er að koma til baka eftir krossbandsslit.

Ásgeir Aron Ásgeirsson, þjálfari ÍR:
„Nei, spáin kemur svo sem ekki á óvart. Við áttum von á að okkur yrði spáð eitthvað í kringum þetta sæti. Það er gríðarlega erfitt að spá í þessa deild enda mikil beyting á leikmannahópum liðanna milli ára og flest lið að fá liðstyrk síðustu mánuði fyrir mót. Við erum með markmið sem við höldum fyrir okkur. Við erum með flotta blöndu af ungum efnilegum og reynslumeiri mönnum. Það er frábær stemmning í hópnum og verður gaman að takast á við sumarið. Ég þekki ekki mörg lið í neðri deildum á Íslandi sem fara inn í mót með það markmið að enda í fjórða sæti. Við eigum ekki von á því að bæta meira við okkur."

Ásgeir Aron hefur verið með liðið á undirbúningstímabilinu og nú er það ljóst að hann stýrir því sumar. Brynjar Þór Gestsson verður ekki með liðinu þar sem eiginkona hans lést í síðasta mánuði.

„Þetta hefur auðvitað verið erfitt fyrir alla sem koma að meistaraflokknum. Hópurinn, stjórn og allt félagið hefur staðið þétt saman og eiga menn hrós skilið fyrir það. Þetta sýndi okkur úr hverju menn eru gerðir og erum við mjög bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásgeir Aron.

Komnir:
Ari Viðarsson frá Létti
André Solorzano frá Spáni
Aron Gauti Magnússon frá Val
Ágúst Þór Brynjarsson frá Völsungi
Facundo Ricardo Scurti frá Spáni
Gunnar Óli Björgvinsson frá KH
Gylfi Steinn Guðmundsson frá Haukum (á láni)
Helgi Freyr Sigurgeirsson frá FH
Ómar Atli Sigurðsson frá Aftureldingu
Pétur Hrafn Friðriksson frá FH
Reynir Haraldsson frá Létti
Sigurður Gísli Snorrason frá Kórdrengjum
Sigurður Karl Gunnarsson frá Ými
Sölvi Snær Valdimarsson frá Breiðabliki (á láni)

Farnir:
Andri Jónasson í Þrótt R.
Aron Ingi Kristinsson í Kára
Axel Sigurðarsson í KR (var á láni)
Brynjar Óli Bjarnason í Breiðablik (var á láni)
Gísli Martin Sigurðsson í Breiðablik (var á láni)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson í Víking R. (var á láni)
Jesus Suarez Guerrero í Fjarðabyggð
Jón Gísli Ström í Fjölni
Jónatan Hrjóbjartsson í Létti
Skúli E. Kristjánsson Sigurz í Breiðablik (var á láni)
Steinar Örn Gunnarsson í Fjölni
Styrmir Erlendsson í Elliða
Teitur Pétursson í Kára

Fyrstu leikir ÍR:
4. maí gegn Leikni F. (heima)
11. maí gegn Tindastól (úti)
17. maí gegn Selfossi (heima)
Athugasemdir
banner
banner
banner