Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fös 30. apríl 2021 09:41
Elvar Geir Magnússon
Koeman rekinn upp í stúku - Fannst það ósanngjarnt
Ronaldo Koeman.
Ronaldo Koeman.
Mynd: EPA
Barcelona mistókst að komast á topp La Liga þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Granada í gær, eftir að hafa komist yfir í leiknum.

Eftir að Granada skoraði sigurmarkið þá fékk Ronald Koeman, stjóri Barcelona, brottvísun frá dómaranum og var rekinn upp í stúku.

Fjórði dómarinn var ósáttur við orðbragð og hegðun Koeman á hliðarlínunni. Nú verður hollenski stjórinn í hliðarlínubanni gegn Valencia og Atletico Madrid.

„Ég á að hafa sýnt fjórða dómaranum vanvirðingu en það var alls ekki þannig. Við höfðum skoðanir á ýmsu meðan á leik stóð en gerðum það ekki með neinni vanvirðingu. Ég vil vita hvaða orð ég á að hafa sagt, ég notaði engin ljót orð."

„Við vorum miklu betra liðið í leiknum. Við náðum ekki að komast tveimur mörkum yfir og gefa okkur þá smá ró. Mörkin þeirra komu eftir einbeitingarleysi í vörn okkar," sagði Koeman eftir leikinn.

„Einbeitingarleysi kostaði tvö stig. Varnarlega gerðum við mistök og það kostaði okkur leikinn. Að sjálfsögðu eru úrslitin vonbrigði."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner