Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   mán 30. maí 2022 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Mjög gaman að vera kominn aftur
Willum Þór Willumsson
Willum Þór Willumsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson, leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi, er mættur aftur í íslenska A-landsliðshópinn eftir rúmlega eins árs fjarveru en hann ræddi aðeins við Fótbolta.net í undirbúningi fyrir leikina í Þjóðadeildinni í Danmörku í dag.

Willum, sem er 23 ára, á einn A-landsleik að baki en það var í markalausu jafntefli gegn Eistlandi í janúar fyrir þremur árum.

Hann var lykilmaður í U21 árs landsliðinu og var því ekki mikið í hóp með A-landsliðinu en var kallaður inn í hópinn bæði í nóvember 2020 og líka í marsverkefninu á síðasta ári.

Nú er hann mættur aftur en hann gat ekki æft í dag vegna meiðsla í hásin. Hann vonast til að geta æft á morgun eða síðar í vikunni.

„Ég er búinn að vera eitthvað tæpur í hásininni og ég finn neðst til í henni, þannig ég og teymið töldum best að ég myndi hvíla í dag."

„Ég vona það. Ég sé hvernig ég verð á morgun og kannski næ ég að æfa á morgun, ef ekki þá kannski bara seinna í vikunni,"
sagði Willum við Fótbolta.net.

Willum segir það ánægjulegt að vera kominn aftur í hópinn en liðið á fjóra leiki í júní. Tveir leikir gegn Ísrael, einn leikur við Albaníu og svo vináttuleikur við San Marínó.

„Það er mjög gaman að vera kominn aftur og ég var náttúrlega síðast alltaf í U21 árs verkefnunum og svo var ég búinn að vera mikið meiddur þannig það er mjög gaman að vera kominn aftur," sagði Willum ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner