Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   mán 30. maí 2022 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Mjög gaman að vera kominn aftur
Willum Þór Willumsson
Willum Þór Willumsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson, leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi, er mættur aftur í íslenska A-landsliðshópinn eftir rúmlega eins árs fjarveru en hann ræddi aðeins við Fótbolta.net í undirbúningi fyrir leikina í Þjóðadeildinni í Danmörku í dag.

Willum, sem er 23 ára, á einn A-landsleik að baki en það var í markalausu jafntefli gegn Eistlandi í janúar fyrir þremur árum.

Hann var lykilmaður í U21 árs landsliðinu og var því ekki mikið í hóp með A-landsliðinu en var kallaður inn í hópinn bæði í nóvember 2020 og líka í marsverkefninu á síðasta ári.

Nú er hann mættur aftur en hann gat ekki æft í dag vegna meiðsla í hásin. Hann vonast til að geta æft á morgun eða síðar í vikunni.

„Ég er búinn að vera eitthvað tæpur í hásininni og ég finn neðst til í henni, þannig ég og teymið töldum best að ég myndi hvíla í dag."

„Ég vona það. Ég sé hvernig ég verð á morgun og kannski næ ég að æfa á morgun, ef ekki þá kannski bara seinna í vikunni,"
sagði Willum við Fótbolta.net.

Willum segir það ánægjulegt að vera kominn aftur í hópinn en liðið á fjóra leiki í júní. Tveir leikir gegn Ísrael, einn leikur við Albaníu og svo vináttuleikur við San Marínó.

„Það er mjög gaman að vera kominn aftur og ég var náttúrlega síðast alltaf í U21 árs verkefnunum og svo var ég búinn að vera mikið meiddur þannig það er mjög gaman að vera kominn aftur," sagði Willum ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner