Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   mán 30. maí 2022 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Mjög gaman að vera kominn aftur
Willum Þór Willumsson
Willum Þór Willumsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson, leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi, er mættur aftur í íslenska A-landsliðshópinn eftir rúmlega eins árs fjarveru en hann ræddi aðeins við Fótbolta.net í undirbúningi fyrir leikina í Þjóðadeildinni í Danmörku í dag.

Willum, sem er 23 ára, á einn A-landsleik að baki en það var í markalausu jafntefli gegn Eistlandi í janúar fyrir þremur árum.

Hann var lykilmaður í U21 árs landsliðinu og var því ekki mikið í hóp með A-landsliðinu en var kallaður inn í hópinn bæði í nóvember 2020 og líka í marsverkefninu á síðasta ári.

Nú er hann mættur aftur en hann gat ekki æft í dag vegna meiðsla í hásin. Hann vonast til að geta æft á morgun eða síðar í vikunni.

„Ég er búinn að vera eitthvað tæpur í hásininni og ég finn neðst til í henni, þannig ég og teymið töldum best að ég myndi hvíla í dag."

„Ég vona það. Ég sé hvernig ég verð á morgun og kannski næ ég að æfa á morgun, ef ekki þá kannski bara seinna í vikunni,"
sagði Willum við Fótbolta.net.

Willum segir það ánægjulegt að vera kominn aftur í hópinn en liðið á fjóra leiki í júní. Tveir leikir gegn Ísrael, einn leikur við Albaníu og svo vináttuleikur við San Marínó.

„Það er mjög gaman að vera kominn aftur og ég var náttúrlega síðast alltaf í U21 árs verkefnunum og svo var ég búinn að vera mikið meiddur þannig það er mjög gaman að vera kominn aftur," sagði Willum ennfremur.
Athugasemdir