Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 15:12
Magnús Már Einarsson
Afríkukeppnin færð til 2022
Mane og Salah fara ekki í Afríkukeppnina á næsta ári heldur árið 2022.
Mane og Salah fara ekki í Afríkukeppnina á næsta ári heldur árið 2022.
Mynd: Getty Images
Afríkukeppnin sem átti að fara fram í Kamerún í janúar á næsta ári hefur verið frestað til ársins 2022. Knattspyrnusamband Afríku tilkynnti þetta í dag en ástæðan er kórónuveirufaraldurinn. Afríkukeppni kvenna hefur einnig verið aflýst.

„Heilsan er númer eitt," sagði Ahmad Ahmad, forseti knattspyrnusambands Afríku, á fréttamannafundi í dag.

Þetta þýðir að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og öðrum stórum deildum í Evrópu missa ekki leikmenn í Afríkukeppnina á næsta tímabili.

Englandsmeistarar Liverpool hefðu meðal annars getað misst Mohamed Salah, Sadio Mane og Naby Keita í nokkrar vikur ef keppnin hefði farið fram í janúar næstkomandi.

Afríkukeppnin fer fram í janúar 2022 en í nóvember og desember sama ár verður HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner