Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júní 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lykilmaður úr Kaupmannahöfn til Werder Bremen (Staðfest)
Meira pláss fyrir íslensku strákana?
Mynd: FCK
Mynd: Getty Images

Werder Bremen er búið að kaupa miðjumanninn öfluga Jens Stage frá FC Kaupmannahöfn.


Stage var lykilmaður í liði Kaupmannahafnar og gæti þetta þýtt að íslensku miðjumennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson fái aukið hlutverk í byrjunarliðinu.

Werder borgar 6 milljónir evra fyrir Stage auk árangurstengdra aukagreiðslna.

Stage á aðeins einn A-landsleik að baki fyrir Danmörku en hefur skorað 10 mörk í síðustu 45 deildarleikjum sínum með Kaupmannahöfn.

Werder komst upp úr 2. Bundesliga í vor og leikur því í efstu deild í haust. Hinn 25 ára gamli Stage hefur aldrei áður spilað fyrir félag utan Danmerkur.

Stage er fimmti leikmaðurinn sem Werder fær til sín í sumar eftir komu Oliver Burke frá Sheffield United sem var staðfest fyrr í dag.

Niklas Stark, Amos Pieper og Dikeni Salifou komu allir á frjálsri sölu.


Athugasemdir
banner
banner
banner