Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
   fim 30. júlí 2020 21:37
Baldvin Már Borgarsson
Höskuldur Gunnlaugs: Fagmannleg frammistaða
Mynd: Hulda Margrét
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks var sáttur með 3-0 sigur á Gróttu í Mjólkurbikar karla fyrr í kvöld.

Breiðablik er komið áfram í 8. liða úrslit eftir sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Grótta

„Mjög sáttur, fagmannleg frammistaða hjá okkur og ég er mjög stoltur af strákunum.''

Hvert var uppleggið fyrir leikinn?

„Við vissum að þeir myndu falla svolítið til baka svo það var mikilvægt að ná fyrsta markinu inn og við náum því í lok fyrri hálfleiks þá í seinni ákváðum við bara að halda í boltann og bíða eftir því að þeir færu að hreyfa sig, svolítið tafl og um leið og þeir fóru að færa sig framar byrjuðum við að spila frammávið.''

Grótta snerti ekki boltann fyrstu 7 mínúturnar í seinni hálfleik, voru Blikar að reyna að draga þá upp völlinn?

„Nákvæmlega, þú ert búinn að leikgreina þetta í döðlur sé ég.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar svarar Höskuldur meðal annars spurningum varðandi stöðuna sem hann spilar og ástandið í þjóðfélaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner