Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   þri 30. júlí 2024 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkisvellinum
Anna María: Háttatími fyrir Erin en allt í lagi fyrir okkur
Betri bragur á Stjörnuliðinu
Kvenaboltinn
Anna María Baldursdóttir.
Anna María Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er bara mjög góð; hreint lak og sigur, ég bið ekki um meira," sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir 0-1 útisigur gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Leiknum var seinkað um tæplega korter þar sem tölvukerfi KSÍ lá niðri. Leikurinn kláraðist því rétt fyrir 21:30. Hafði seinkunin einhver áhrif á liðið?

„Bara allt í lagi. Við vorum bara rólegar inn í klefa og gerðum smá drillur úti. Mér fannst bara fínt að 'chilla' inn í klefa. Það er orðið svolítið seint fyrir sumar. Þetta er háttatími fyrir Erin (McLeod) en allt í lagi fyrir okkur," sagði Anna María létt.

Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og það lagði grunninn að sigrinum.

„Við ætluðum að keyra á þær. Við fengum fullt af færum og hefðum getað sett fleiri. Í lok fyrri hálfleiks og í upphafi seinni keyrðu þær svolítið á okkur, en annars vorum við með nokkuð góða stjórn og vorum bara með þetta."

Það er kominn betri bragur á Stjörnuliðið og sérstaklega varnarleikinn, en í viðtalinu hér að ofan ræðir Anna María frekar um það.
Athugasemdir
banner