Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   þri 30. júlí 2024 21:14
Atli Arason
Óli Kristjáns: Það er bara pása eftir mót
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, gat ekki leynt ánægju sinni eftir 4-2 endurkomu sigur sinna leikmanna gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Keflavík

Ánægður með sigurinn og ánægður með seinni hálfleikinn. Ég er ánægður að við fórum í leikplanið sem við ætluðum að nota í gegnum leikinn í seinni hálfleik, að herja á þær [Keflvíkinga] í breiddinni. Góður karakter, góður mórall í liðinu því við grófum okkur í holu í fyrri hálfleik, við spiluðum ekki góðan fyrri hálfleik en stelpurnar hafa sýnt það, það er töffari í þeim. Þetta verðskuldaður sigur og ég er ánægður með það,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, í viðtali við Fotbolti.net.

Ólafur er ekki í neinum vafa að verslunarmannahelgin verður yrði vel nýtt í Laugardalnum og minnti sína leikmenn á að þær geta hvílt sig eftir að mótinu lýkur.

Við æfum á morgun [miðvikudag] og fimmtudaginn. Svo er smá möguleiki að vera aðeins með fjölskyldu og vinum yfir helgina en æfing á mánudaginn því það er mjög erfiður leikur gegn Tindastól á föstudaginn. Það er enginn pása núna, það er bara pása eftir mót,“ sagði Ólafur.

Viðtalið í heild má sjá í spilarnum hér að ofan, en þar fer Ólafur meðal annars vel yfir hvað gekk vel og hvað gekk illa í leikplani Þróttar í leiknum.

 

 

 

 

 

 

 


Athugasemdir
banner
banner