Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
   mið 30. júlí 2025 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við lögðum okkur alla í þetta og gáfum flottan leik hérna, en sorglegt að við gátum ekki komið boltanum yfir línuna. Við sáum muninn á því að vera ofar í deildinni og vera í þessum neðri hluta. Markið sem skilur að er þannig að það dettur allt með þeim, en ágætis frammistaða minna manna. Okkur tókst ekki að skora og þar af leiðandi vinnum við ekki leikinn,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir svekkjandi 1-0 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  1 ÍR

Selfyssingar fengu álitleg færi eins og ÍR-ingar, en fóru illa með þau á meðan Robert Blakala var að verja eins og berserkur í marki heimamanna.

„Við fengum alveg færi og þeir auðvitað líka, en mér fannst ekki stór munur á getu liðanna. Auðvitað er maður svekktur við tapið en frammistaðan er eitthvað til að byggja á.“

Bjarni var ánægður með frammistöðu Blakala.

„Hann var mjög 'solid' í markinu. Robert er mjög traustur markmaður og átti flottan leik í dag.“

Heimamaðurinn Jón Daði Böðvarsson gekk aftur í raðir Selfoss eftir flottan feril erlendis, en hann hefur ekki enn spilað vegna meiðsla. Bjarni vonast eftir fréttum í næstu viku.

„Ég veit það ekki. Það skýrist um miðja næstu viku og vonandi verða það góðar fréttir en vitum ekkert endanlega ennþá.“

Mikil spenna er í Lengjudeildinni í ár. Selfoss, sem er í 9. sæti, er aðeins þremur stigum fyrir ofan Leikni sem er í neðsta sætinu.

„Þessi deild skiptist algerlega í tvennt og það er geysileg spenna um hvert einasta sæti í þessari deild. Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?“ sagði Bjarni og spurði í lok viðtals.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 15 9 5 1 27 - 12 +15 32
2.    Njarðvík 15 8 7 0 36 - 14 +22 31
3.    Þróttur R. 15 8 4 3 28 - 23 +5 28
4.    Þór 15 8 3 4 34 - 22 +12 27
5.    HK 15 8 3 4 26 - 18 +8 27
6.    Keflavík 15 7 4 4 34 - 24 +10 25
7.    Völsungur 15 5 3 7 25 - 31 -6 18
8.    Grindavík 15 4 2 9 29 - 42 -13 14
9.    Selfoss 15 4 1 10 15 - 30 -15 13
10.    Fylkir 15 2 5 8 20 - 26 -6 11
11.    Fjölnir 15 2 5 8 22 - 36 -14 11
12.    Leiknir R. 15 2 4 9 13 - 31 -18 10
Athugasemdir
banner
banner