
Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, segir liðið ekki hafa verið upp á sitt besta er það vann 1-0 sigur á Selfossi í Lengjudeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Selfoss 0 - 1 ÍR
Guðjón Máni Magnússon skoraði sigurmark ÍR-inga á 19. mínútu en heimamenn í Selfoss höfðu verið betri aðilinn fram að markinu.
Færanýtingin var langt frá því besta hjá ÍR sem þó tókst að taka öll stigin og tylla sér aftur á toppinn.
„Ég er mjög ánægður með að hafa komið hingað og sigrað. Þetta var drullu erfiður leikur og við vorum ekki upp á okkar besta í dag. Við fáum samt fullt af færum til að skora sem við nýtum ekki, en mjög sáttur við að sigra þegar maður á ekki alveg sinn besta leik. Ég vil hrósa Selfyssingum sem voru flottir, mikill kraftur í þeim og margir flottir strákar,“ sagði Jóhann Birnir við Fótbolta.net.
ÍR-ingar eru með 32 stig á toppnum en Jóhann sendi aðvörun á strákana að þeir þurfa að vera með augun á boltanum ef þeir ætla að koma sér upp í deild þeirra bestu.
„Við stefnum að því eins og hin liðin í baráttunni, en við vitum að við þurfum að gera töluvert betur en við gerðum í dag og þurfum að vera með augun á boltanum.“
Jóhann fór yfir taktísku skiptinguna í hálfleik og talaði einnig um félagaskiptagluggann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 15 | 9 | 5 | 1 | 27 - 12 | +15 | 32 |
2. Njarðvík | 15 | 8 | 7 | 0 | 36 - 14 | +22 | 31 |
3. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
4. Þór | 15 | 8 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 27 |
5. HK | 15 | 8 | 3 | 4 | 26 - 18 | +8 | 27 |
6. Keflavík | 15 | 7 | 4 | 4 | 34 - 24 | +10 | 25 |
7. Völsungur | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 31 | -6 | 18 |
8. Grindavík | 15 | 4 | 2 | 9 | 29 - 42 | -13 | 14 |
9. Selfoss | 15 | 4 | 1 | 10 | 15 - 30 | -15 | 13 |
10. Fylkir | 15 | 2 | 5 | 8 | 20 - 26 | -6 | 11 |
11. Fjölnir | 15 | 2 | 5 | 8 | 22 - 36 | -14 | 11 |
12. Leiknir R. | 15 | 2 | 4 | 9 | 13 - 31 | -18 | 10 |
Athugasemdir