Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
banner
   mið 30. júlí 2025 19:34
Kári Snorrason
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn og stjórnarmenn Vllaznia voru blóðheitir gegn Val í fyrra.
Stuðningsmenn og stjórnarmenn Vllaznia voru blóðheitir gegn Val í fyrra.
Mynd: Skjáskot/Valur
Á morgun tekur Víkingur á móti albanska liðinu Vllaznia í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri albanska liðsins á heimavelli. Leikurinn hefst klukkan 18:45 á Víkingsvelli.

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings mætti brattur í viðtal á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis.

„Vissulega voru þetta ekki úrslitin sem við vildum í fyrri leiknum, en það var bara fyrri hálfleikur. Nú höfum við heilar 90 mínútur til að spila seinni hálfleikinn.``

Hann telur liðið undirbúnara núna í ljósi þess hve erfitt var að greina albanska liðið fyrir fyrri leikinn.
„Það voru þjálfaraskipti, deildin var ekki byrjuð, við horfðum á æfingaleikina, en núna fengum við skýrari mynd."

„Við þurfum að sleppa tæknilegum mistökum og klafamistökum. Það mun kosta sinn tíma, að öllum líkindum munu þeir reyna að tefja, ef ég þekki þessi lið rétt. Við höfum keppt á móti þeim áður, þannig við vitum svolítið hvernig þeir eru. Þeim leiðist ekki að henda sér niður og tefja."

Hiti á Hlíðarenda í fyrra

Vllaznia mætti Val í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Mikið gekk á þegar liðin mættu á Hlíðarenda, framkvæmdarstjóri hótaði þar á meðal stjórnarmönnum Vals lífláti og ýmiss konar aðskotahlutum kastað inn á völlinn.

Sölvi vonast til að allt verði með kyrrum kjörum í stúkunni, ef ekki taka reynslumiklir gæslumenn málin í sínar hendur.

„Það vill enginn að það verða vandræði og leiðindi uppi í stúku. Ég veit að Víkingsstuðningsmennirnir hagi sér vel. Ég vona að Stebbi Halldórs og gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner