Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
banner
   mið 30. júlí 2025 19:34
Kári Snorrason
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn og stjórnarmenn Vllaznia voru blóðheitir gegn Val í fyrra.
Stuðningsmenn og stjórnarmenn Vllaznia voru blóðheitir gegn Val í fyrra.
Mynd: Skjáskot/Valur
Á morgun tekur Víkingur á móti albanska liðinu Vllaznia í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri albanska liðsins á heimavelli. Leikurinn hefst klukkan 18:45 á Víkingsvelli.

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings mætti brattur í viðtal á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis.

„Vissulega voru þetta ekki úrslitin sem við vildum í fyrri leiknum, en það var bara fyrri hálfleikur. Nú höfum við heilar 90 mínútur til að spila seinni hálfleikinn.``

Hann telur liðið undirbúnara núna í ljósi þess hve erfitt var að greina albanska liðið fyrir fyrri leikinn.
„Það voru þjálfaraskipti, deildin var ekki byrjuð, við horfðum á æfingaleikina, en núna fengum við skýrari mynd."

„Við þurfum að sleppa tæknilegum mistökum og klafamistökum. Það mun kosta sinn tíma, að öllum líkindum munu þeir reyna að tefja, ef ég þekki þessi lið rétt. Við höfum keppt á móti þeim áður, þannig við vitum svolítið hvernig þeir eru. Þeim leiðist ekki að henda sér niður og tefja."

Hiti á Hlíðarenda í fyrra

Vllaznia mætti Val í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Mikið gekk á þegar liðin mættu á Hlíðarenda, framkvæmdarstjóri hótaði þar á meðal stjórnarmönnum Vals lífláti og ýmiss konar aðskotahlutum kastað inn á völlinn.

Sölvi vonast til að allt verði með kyrrum kjörum í stúkunni, ef ekki taka reynslumiklir gæslumenn málin í sínar hendur.

„Það vill enginn að það verða vandræði og leiðindi uppi í stúku. Ég veit að Víkingsstuðningsmennirnir hagi sér vel. Ég vona að Stebbi Halldórs og gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner