Cristiano Ronaldo skoraði í fyrsta leik sínum á undirbúningstímabilinu með Al Nassr er liðið vann franska liðið Toulouse, 2-1, í Grodig í Austurríki í dag.
Portúgalinn var ekki með Al Nassr í fyrsta æfingaleik sumarsins gegn SK St. Johann fyrir fjórum dögum en var mættur í byrjunarliðið í dag.
Hann spilaði fyrri hálfleikinn og skoraði fyrra mark sádi-arabíska liðsins.
Ronaldo, sem er fertugur, er einbeittur á að ná markmiði sínu sem er að skora 1000 keppnismörk, en hann er með 938 mörk. Ef horft er á tölur hans síðustu ár má áætla að hann verði búinn að ná markmiðinu í lok næsta árs eða byrjun 2027.
? | What a comeback! ????
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) July 30, 2025
Our captain Cristiano Ronaldo levels it for AlNassr!
?? | 32’ pic.twitter.com/yYjvHfh4qL
Athugasemdir