
„Hrein og klár vonbrigði. Við vorum búin að rembast við að skora á móti þeim frá fyrstu mínútu og skorum þarna í lokinn frá víti og höldum forystunni í hálfa mínútu eða hvað er,'' segir Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnir, eftir 1-1 jafntefli gegn Völsung í 5. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 1 Völsungur
Fjölnir fengu fullt af tækifærum til að skora úr opnum leik en komu boltanum alls ekki inn.
„Ég veit ekki hvað maður á að benda í en við náum að opna þá tvisvar vel í fyrri hálfleiknum. Ekki nægilega vel í seinni hálfleiknum, mér fannst þeir stíga og reyna að skora á okkur í seinni hálfleiknum. Maður þarf að nýta þessi færi til að fá þá hærra á völlinn og geta sótt í svæðin.''
Jens dómari leiksins hefði nóg að gera í loka mínútum leiksins. Hann dæmir tvö vítadóma á tveim mínútum.
„Hann sparkar Bjarna niður, sýnist mér. Ég sé ekki hvað gerist hinu megin, hlýtur að hafa farið aftan í hann. Þetta er 70 metra frá mér og væntanlega hefur þetta farið í hælan á honum en hvort þetta var inn í teig veit ég ekki,''
Gunnar er spurður út í tímabilið þegar 7 leikir eru eftir af deildinni.
„Tímabilið er ekki búið að gang vel. Stiga söfnunin er alls ekki búin að gang vel og við erum að missa allt of marga leiki niður eftir að við komust yfir. Það er eitthvað við þurfum að bæta. Við þurfum að fara vinna leiki,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.