Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 30. júlí 2025 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Akureyri
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Mun leiða KA menn inn á Greifavöllinn á morgun.
Mun leiða KA menn inn á Greifavöllinn á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta leggst rosalega vel í mig, ótrúlega gott að geta spilað þennan leik á heimavelli; á Greifavellinum. Það er búin að vera rosalega sjálfoðaliðavinna í kringum þetta, búið að girða stúkuna og alveg endalaust af litlum hlutum sem þurftu að gagna upp svo við gætum spilað hérna. Endalausar þakkir til þeirra sem eiga það skilið," segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun, klukkan 18:00, tekur KA á móti Silkeborg í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. KA fékk undanþágu frá UEFA til að spila leikinn á Greifavellinum, sínum heimavelli. KA átti flottan leik í Danmörku og uppskar jöfnunarmark seint í leiknum. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn í Silkeborg.

„Leikurinn sjálfur er ógeðslega spennandi, við fórum til Danmerkur og sóttum mjög góð úrslit. Það var alltaf markmiðið að geta gefið þeim leik hérna á heimavelli, ég er rosa spenntur."

„Úlfársdárdalurinn (þar sem KA spilaði fyrstu tvo heimaleiki sína 2023 þegar liðið var í Evrópu) gaf okkur heilan helling, en þetta er auka, líka fyrir okkar fólk; að geta komið í bakgarðinn sinn og horft á leik í staðinn fyrir að flykkjast suður. Þetta þýðir ógeðslega mikið, við æfum hérna á hverjum einasta degi, þekkjum þennan völl inn og út, ég held að við græðum bara a því að hafa þennan leik hér."

„Að leiða liðið inn á okkar völl verður bara æðislegt, fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta, þetta er búinn að vera langþráður draumur og loksins erum við komnir heim; upp á Brekku. Þetta er vonandi fyrsti Evrópuleikurinn sem verður haldinn hér af mörgum í komandi framtíð,"
segir fyrirliðinn.

„Þetta verður æðislegt í alla staða, held það séu allir spenntir, maður þarf ekkert að halda einhverja pepp ræðu fyrir svona leik, þetta segir sig sjálft í raun."

Ef KA tekst að leggja Silkeborg að velli þá mæta Norðanmenn annað hvort Novi Pazar frá Serbíu eða Jagiellonia frá Póllandi í næstu umferð. Jagiellonia leiðir það einvígi 2-1 eftir leikinn í Serbíu.

Viðtalið við Ívar má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner