HK bar sigurorð af ÍR þegar liðinn áttust við í fimm marka leik í Breiðholtinu í kvöld . Fyrir leikinn þurftu ÍR-ingar nauðsynlega sigur til að bjarga sér alveg frá falldraugnum á meðan HK freista þess að ná efstu liðum deildarinnar.
Lestu um leikinn: ÍR 2 - 3 HK
„Aðsjálfsögðu ekki en þetta er bara það sem víð áttum skilið við vorum hörmulegir í 80-85 mínútur svo setjum við tvö mörk á þá þegar við vöknum aðeins en fengum það sem við áttum skilið"
Sagði Addó svekktur með frammistöðu síns liðs gegn HK
´
Það leit út eins og leikmenn ÍR hefðu ekki verið nógu gíraðir í þennan leik og sýndu ekki mikla baráttu eða vilja bróðurpart leiksins í að sækja þrjú stig
„Þetta er mjög góð spurning , ég hélt að við værum gíraðir í þennan leik en svo gefum við þeim mark á 2 mínútu sem eru mistök af okkar hálfu og það hleypir smá lofti úr okkur en við erum alltof linir og það er ekki eins og við höfum verið í fallbaráttu í þessum leik í dag"
Andri Jónasson skoraði gull af marki sem að minnti helst á mörk sem að Addó skoraði sjálfur með ÍR á sínum ferli
„Við töluðum um að skjóta á markið og gerðum alltof lítið af því , en þetta var bara drulluflott mark hjá honum ég hefði verið stoltur að skora svona"
ÍR þarf aðeins 3 stig til að gulltryggja sig í deildinni en verður Addó með ÍR áfram á næsta tímabili ef þeir halda sér uppi
„Ég bara veit það ekki við erum að fara skoða það núna næstu daga það er mikið búið að ganga á í sumar og ég er búinn að læra heilmikið nú bara skoðum við það ég æta ekki pæla í því fyrr en hlutirnir eru komnir á hreint"
Athugasemdir