Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 30. ágúst 2024 22:34
Elvar Geir Magnússon
3. deild: Káramenn komnir upp
Fótbolti.net óskar Kára til hamingju!
Fótbolti.net óskar Kára til hamingju!
Mynd: Kári
Fjórir leikir í 20. umferð 3. deildar karla fóru fram í kvöld en Kári frá Akranesi innsiglaði sæti í 2. deild á næsta ári með því að vinna stórsigur gegn Magna á Grenivík.

Kári er með sjö stiga forystu á Árbæ sem er í öðru sæti en Árbæingar gerðu 1-1 jafntefli gegn Augnablik í kvöld.

Árbæ er með 39 stig en Víðir og Augnablik bæði með 38 og æsispennandi barátta um annað sæti deildarinnar. Víðismenn geta komist upp í annað sæti á morgun þegar þeir leika gegn Sindra á útivelli.

Magni 0 - 4 Kári
0-1 Sigurjón Logi Bergþórsson ('17 )
0-2 Axel Freyr Ívarsson ('51 )
0-3 Mikael Hrafn Helgason ('69 )
0-4 Helgi Rafn Bergþórsson ('90 )

Augnablik 1 - 1 Árbær
1-0 Aron Skúli Brynjarsson ('12 )
1-1 Jonatan Aaron Belányi ('19 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Hrannar Bogi Jónsson , Augnablik ('19)

ÍH 4 - 1 Vængir Júpiters
1-0 Dagur Óli Grétarsson ('31 )
2-0 Gísli Þröstur Kristjánsson ('67 )
3-0 Bergþór Snær Gunnarsson ('71 )
3-1 Daníel Smári Sigurðsson ('82 )
4-1 Gísli Þröstur Kristjánsson ('90 )

Elliði 2 - 1 KFK
1-0 Pétur Óskarsson ('44 )
1-1 Tómas Þórðarson ('66 )
2-1 Þorkell Víkingsson ('90 )
Rautt spjald: Adam Frank Grétarsson , KFK ('90)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner