Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 30. ágúst 2024 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bajcetic til Salzburg á láni frá Liverpool (Staðfest)
Stefan Bajcetic.
Stefan Bajcetic.
Mynd: Salzburg
Austurríska félagið Red Bull Salzburg hefur fengið miðjumanninn Stefan Bajcetic á láni frá Liverpool.

Pep Lijnders, fyrrum aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool, er aðalþjálfari Salzburg í dag og hefur miklar mætur á Bajcetic. Lijnders vill ólmur fá hann til Salzburg.

Barcelona hafði einnig áhuga á að fá Bajcetic en það gekk ekki upp út fjárhagsvandræðum Börsunga.

Bajcetic er gífurlega efnilegur leikmaður en hann hefur átt erfitt með meiðsli. Því spilaði hann ekki mikið á síðustu leiktíð.

Salzburg keypti nýverið Bobby Clark frá Liverpool og núna er Bajcetic mættur líka.
Athugasemdir