Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fös 30. ágúst 2024 23:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Grótta felldi Selfoss
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grótta 3 - 1 Selfoss
1-0 Rakel Lóa Brynjarsdóttir ('17 )
2-0 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('43 )
3-0 Díana Ásta Guðmundsdóttir ('71 )
3-1 Eva Lind Elíasdóttir ('88 )


Selfoss hefur fallið niður um tvær deildir á tveimur árum en það var ljóst í kvöld að liðið féll niður í 2. deild eftir tap gegn Gróttu.

Grótta var með tveggja marka forystu í hálfleik og Díana Ásta gerði út um leikinn í seinni hálfleik. Eva Lind Elíasdóttir klóraði í bakkann fyrir Selfoss undir lok leiksins en það var of seint.

Selfoss er sex stigum frá öruggu sæti þegar liðið á aðeins einn leik eftir. Grótta er hins vegar í harðri baráttu um að komast upp í Bestu deildina en liðið er í 2. sæti með 31 stig, þremur stigum á undan Fram sem er í 3. sæti og á leik til góða.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner