Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 30. ágúst 2024 16:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle virðist vera að kaupa Elanga
Newcastle er að reyna aftur að kaupa Anthony Elanga frá Nottingham Forest. Það er talkSPORT sem greinir frá.

Viðræður eru komnar vel á veg og líklegt þykir að skiptin gangi í gegn. Forest vill fá 35 milljónir punda fyrir sænska landsliðsmanninn.

Newcastle reyndi að kaupa Elanga fyrr í þessum glugga en þurfti þá að hætta við út af PSR reglum úrvalsdeildarinnar. Þá fór Elliot Anderson til Forest og Odysseas Vlachodimos fór til Newcastle í skiptum.

Þegar Elanga verður keyptur frá Forest þá fær Manchester United prósentu af kaupverðinu.

Elanga var keyptur til Forest frá Man Utd fyrir rúmu ári síðan og Elanga átti gott tímabil í Nottingham. Hann er 22 ára og var keyptur á 15 milljónir punda síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner