Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. september 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico tókst ekki að skora - Villarreal vann
Atletico Madrid heimsótti nýliða Huesca í efstu deild spænska boltans í dag og var staðan markalaus eftir hundleiðinlegan fyrri hálfleik.

Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik en hvorugt lið átti marktilraun sem hæfði rammann. Í síðari hálfleik var meira um færi en stórliði Atletico mistókst að koma knettinum í netið.

Joao Felix og Luis Suarez byrjuðu saman frammi en í heildina átti Atletico 14 marktilraunir í leiknum og fór aðeins ein þeirra á markið.

Atletico er með fjögur stig eftir tvo fyrstu leiki tímabilsins á meðan Huesca var að spila sinn fjórða leik og er komið með þrjú stig.

Paco Alcacer setti þá tvennu er Villarreal lagði Alaves að velli. Paco gerði fyrsta mark leiksins en gestirnir jöfnuðu á 36. mínútu eftir skelfileg mistök hjá Sergio Asenjo í marki heimamanna. Asenjo fór í úthlaup en boltinn skoppaði yfir hann og kláraði Edgar Mendez í opið mark.

Gerard Moreno kom Villarreal aftur yfir með marki úr vítaspyrnu áður en Paco kláraði dæmið á 67. mínútu, þegar hann fylgdi stangarskoti Moreno eftir.

Villarreal er með sjö stig eftir fjórar umferðir á meðan Alaves er aðeins með eitt stig. Paco Alcacer og Gerard Moreno eru komnir með þrjú mörk hvor.

Huesca 0 - 0 Atletico Madrid

Villarreal 3 - 1 Alaves

1-0 Paco Alcacer ('13)
1-1 Edgar Mendez ('36)
2-1 Gerard Moreno ('45, víti)
3-1 Paco Alcacer ('67)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
3 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
4 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
9 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
12 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
13 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
16 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
17 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
18 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
19 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
Athugasemdir
banner
banner