Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 30. september 2022 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Nico og Inaki lögðu upp fyrir hvorn annan
Nico Williams, yngri bróðirinn, er byrjaður að spila með spænska landsliðinu.
Nico Williams, yngri bróðirinn, er byrjaður að spila með spænska landsliðinu.
Mynd: EPA

Athletic Bilbao 4 - 0 Almeria
1-0 Inaki Williams ('10)
2-0 Ohian Sancet ('17)
3-0 Nico Williams ('62)
4-0 Mikel Vesga ('84, víti)


Athletic Bilbao gjörsamlega rúllaði yfir Almeria er liðin mættust í fyrsta leik helgarinnar í spænska boltanum.

Bræðurnir Inaki og Nico Williams lögðu upp fyrir hvorn annan í 4-0 sigri gegn Almeria sem er aðeins með fjögur stig eftir sjö umferðir. Umar Sadiq er ástæðan bakvið öll fjögur stig Almeria en hann var seldur til Real Sociedad undir lok félagsskiptagluggans og hefur liðinu ekki enn tekist að skora mark án hans.

Bilbao hefur farið vel af stað og deilir öðru sætinu með Barcelona sem á þó leik til góða. Bilbao er með 16 stig eftir 7 umferðir og var þetta þriðji sigur liðsins í röð.

Ohian Sancet og Mikel Vesga komust einnig á blað í sigrinum.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner