Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   lau 30. september 2023 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Postecoglou: Hefur ekkert með mig að gera
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham á Englandi, var ánægður að liðinu hafi tekist að landa góðum 2-1 sigri á Liverpool í Lundúnum í dag.

Tottenham náði inn sigurmarki á síðustu sekúndum leiksins er Joel Matip sparkaði fyrirgjöf Pedro Porro í eigið net.

Liverpool hafði spilað manni færri stærstan part leiks og síðan tveimur mönnum færri síðasta hálftímann.

„Ég var sérstaklega ánægður með það hvernig þeir gerðu þetta, það skilur eftir alvöru áhrif á alla sem eru hluti af þessu. Þetta var önnur áskorun fyrir okkur og við þurftum að takast á við nokkra hluti og sýna aðra hlið af okkar leik. Mér fannst við mjög góðir í seinni hálfleik,“ sagði Postecoglou.

Postecoglou sagði að rauðu spjöldin hafi ekki auðveldað hlutina.

„Það auðveldar ekki hlutina. Þeir hafa verið á toppnum lengi, eru með svakalegt hugarfar og eru enn hættulegir í skyndisóknum.“

„Við reyndum að flækja hlutina og flýta okkur eða gera þetta upp á eigin spýtur og þannig hleypa þeim inn í leikinn í fyrri hálfleiknum. Í seinni var meira samræmi í pressunni.“


Sjálfsmark Matip réði úrslitum en Postecoglou segir að hans lið þekki það vel að koma boltanum í eigið net.

„Við höfum sjálfir gert nokkur þannig á þessu ári og þetta er bara hluti af fótboltanum. Við komumst kannski ekki nógu oft í þessi svæði, en það voru þvílík gæði í síðustu fyrirgjöfinni og engum varnarmanni er vel við að eiga við svona bolta.“

Luis Díaz var ranglega dæmdur rangstæður í marki sem hann skoraði á 34. mínútu, en enska dómarasambandið viðurkenndi mistök sín eftir leik. Postecoglou segir að það hafi ekkert með hann eða Tottenham að gera.

„Þetta er ekki mín ákvörðun, heldur þeirra. Ég er viss um að þeir fái útskýringu ef ákvörðunin var röng og Liverpool verður vonsvikið, en það hefur ekkert með mig eða okkur að gera,“ sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner
banner
banner