Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 30. október 2020 09:11
Magnús Már Einarsson
Benzema bað Vinicius afsökunar
Það vakti athygli í vikunni þegar sjónvarpsmyndavélar náðu að festa það á filmu þegar Karim Benzema, framherji Real Madrid, sagði liðsfélaga sínum Ferland Mendy að gefa ekki boltann á Vinicius Jr.

„Ekki senda á hann. Hann er að spila gegn okkur," sagði Benzema en atvikið átti sér stað í leikmannagöngunum í hálfleik gegn Gladbach í Meistaradeildinni.

Mendy gaf aðeins þrívegis á Vinicius Jr eftir hlé á meðan Benzema sendi boltann aldrei á hann.

Spænska íþróttablaðið Marca greinir frá því í dag að Benzema hafi rætt við VInicius á æfingasvæði Real Madrid í gær og beðið hann afsökunar.

Benzema segir að ummælin hafi komið í hita leiksins en Marca segir að samband hans og Vinicius sé í góðu lagi í dag.
Athugasemdir