Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tæpur fyrir leik Burnley gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn verður klukkan 15:00 á morgun, laugardag.
Jóhann Berg er þó í líklegu byrjunarliði sem Guardian opinberaði í dag. Ef hann spilar þá leikur hann sinn 100. leik í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann hefur byrjað síðustu tvo leiki Burnley en liðið tapaði gegn Tottenham á mánudagskvöld, þrátt fyrir góða frammistöðu, og er aðeins með eitt stig.
Jóhann Berg er þó í líklegu byrjunarliði sem Guardian opinberaði í dag. Ef hann spilar þá leikur hann sinn 100. leik í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann hefur byrjað síðustu tvo leiki Burnley en liðið tapaði gegn Tottenham á mánudagskvöld, þrátt fyrir góða frammistöðu, og er aðeins með eitt stig.
Erik Pieters er á meiðslalistanum og þá er Phil Bardsley enn í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. Leikurinn kemur of snemma fyrir Ben Mee og Jack Cork.
Það eru engar nýjar meiðslafréttir frá Chelsea. Thiago Silva var hvíldur í sigurleiknum gegn Krasnodar í Meistaradeildinni á miðvikudag og byrjar væntanlega á morgun.
David Coote mun dæma leikinn á morgun.
Innbyrðis viðureignir:
- Eini sigur Burnley gegn Chelsea í tólf úrvalsdeildarviðureignum kom í ágúst 2017, 3-2.
- Chelsea er ósigrað í öllum sex úrvalsdeildarleikjum sínum gegn Burnley á útivelli.
Burnley punktar:
- Burnley gæti tapað fjórum heimaleikjum í röð í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn síðan 2010.
- Lið Sean Dyche hefur aðeins einnið einn af síðustu 24 heimadeildarleikjum gegn stóru sex liðunum.
- 19,6% af sendingum Burnley eru langar sendingar. Hæsta hlutfall í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
- Liðið hefur aðeins skorað eitt mark í deildinni úr opnum leik.
Chelsea punktar:
- Chelsea vonast til að halda marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn undir stjórn Frank Lampard.
- Útivallarmörkin sex sem Chelsea hefur skorað hafa komið frá sex leikmönnum.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 11 | 8 | 2 | 1 | 20 | 5 | +15 | 26 |
| 2 | Chelsea | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 | 11 | +12 | 23 |
| 3 | Man City | 12 | 7 | 1 | 4 | 24 | 10 | +14 | 22 |
| 4 | Crystal Palace | 12 | 5 | 5 | 2 | 16 | 9 | +7 | 20 |
| 5 | Sunderland | 12 | 5 | 4 | 3 | 14 | 11 | +3 | 19 |
| 6 | Brighton | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 16 | +3 | 19 |
| 7 | Bournemouth | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 20 | -1 | 19 |
| 8 | Tottenham | 11 | 5 | 3 | 3 | 19 | 10 | +9 | 18 |
| 9 | Aston Villa | 11 | 5 | 3 | 3 | 13 | 10 | +3 | 18 |
| 10 | Man Utd | 11 | 5 | 3 | 3 | 19 | 18 | +1 | 18 |
| 11 | Liverpool | 12 | 6 | 0 | 6 | 18 | 20 | -2 | 18 |
| 12 | Brentford | 12 | 5 | 1 | 6 | 18 | 19 | -1 | 16 |
| 13 | Everton | 11 | 4 | 3 | 4 | 12 | 13 | -1 | 15 |
| 14 | Newcastle | 12 | 4 | 3 | 5 | 13 | 15 | -2 | 15 |
| 15 | Fulham | 12 | 4 | 2 | 6 | 13 | 16 | -3 | 14 |
| 16 | Nott. Forest | 12 | 3 | 3 | 6 | 13 | 20 | -7 | 12 |
| 17 | Leeds | 11 | 3 | 2 | 6 | 10 | 20 | -10 | 11 |
| 18 | West Ham | 12 | 3 | 2 | 7 | 15 | 25 | -10 | 11 |
| 19 | Burnley | 12 | 3 | 1 | 8 | 14 | 24 | -10 | 10 |
| 20 | Wolves | 12 | 0 | 2 | 10 | 7 | 27 | -20 | 2 |
Athugasemdir


