mið 30. nóvember 2022 23:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Muller: Götze er mikilvægur í þessum hópi
Mario Götze t.v. og Thomas Muller t.h.
Mario Götze t.v. og Thomas Muller t.h.
Mynd: EPA

Mario Götze var nokkuð óvænt valinn í leikmannahóp Þýskalands fyrir HM í Katar.


Þessi þrítugi leikmaður hefur ekki verið að gera neinar rósir undanfarin ár en hann snéri aftur til Þýskalands frá PSV í Hollandi í sumar þegar hann gekk til liðs við Frankfurt.

Þar hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp þrjú.

Götze var hetja Þýskalands á HM 2014 þegar hann tryggði liðinu heimsmeistaratitilinn með eina marki leiksins gegn Argentínu í úrslitum.

Hann hefur ekki spilað landsleik í fjögur ár en Thomas Muller fyrrum liðsfélagi hans hjá Bayern Munchen er ánægður með að fá hann aftur í landsliðið.

„Götze er í góðum málum, ég er ánægður að hann sé hérna, við höfum alltaf átt gott samband og haldið því eftir að hann yfirgaf Bayern. Hann hefur sýnt hæfileikana sína hjá Frankfurt. Götze er mikilvægur í þessum hópi og er að sýna hvað hann getur á æfingum," sagði Muller.

Götze hefur aðeins komið við sögu í öðrum leiknum á mótinu til þessa en hann kom inn á seint gegn Japan í óvæntu tapi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner