Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. nóvember 2022 17:14
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns: Danska pressan verður sjóðheit næstu daga
Danska liðið var mikil vonbrigði.
Danska liðið var mikil vonbrigði.
Mynd: Getty Images
„Danir voru gríðarleg vonbrigði á þessu móti. Þeir eru búnir að spila 20 þokkalegar mínútur gegn Frökkum en annars eru þetta 250 mínútur plús af eyðimerkurgöngu hjá Dönum," segir Ólafur Kristjánsson í HM stofu RÚV.

Ólafur þekkir danska boltann út og inn en hann þjálfaði Nordsjælland, Randers og Eesbjerg þar í landi.

„Danir komu með falskt sjálfstraust inn í mótið og náðu aldrei takti. Danir eiga ekkert skilið að fara áfram," segir Ólafur en danska liðið tapaði 1-0 fyrir Ástralíu í lokaumferð riðils síns í dag og endaði á botninum með aðeins eitt stig. Danir eru á heimleið frá Katar.

Sjá einnig:
Danir enduðu á botninum og Ástralir fara áfram með Frökkum

„Það sem vantaði í danska liðið frá EM er þessi pressa sem þeir gátu beitt og þessi fjölbreytileiki sem þeir gátu notað við mismunandi aðstæður. Svo hafa einstaklingar sem hafa borið liðið uppi ekki sprungið út á þessu móti."

„Það er gríðarlega margt að og danska pressan verður sjóðheit næstu dagana. Þeir áttu gríðarlega slakt mót, Eftir jákvætt Evrópumót voru miklar væntingar en þegar liðið kom inn í mótið sást að takturinn var ekki til staðar," segir Ólafur sem hrósar ástralska liðinu.

„Hatturinn af fyrir frammistöðu Ástralíu í þessum leik, þeir spiluðu á sínum gildum og voru þéttir, vörðust vel og nýttu sína styrkleika gríðarlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner