Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 31. maí 2023 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Auba mun ræða við Chelsea um framhaldið - Barca og Atletico hafa áhuga
Mynd: EPA

Pierre-Emerick Aubameyang mun ræða við Chelsea fljótlega um framtíðina. Hann á eitt ár eftir af samningnum og er talið að hann sé ekki í plönum félagsins.


Rætt verður um hvað sé besta útgönguleiðin fyrir hann. Ekki er útilokað að hann fari frítt frá félaginu.

Barcelona hefur áhuga á að fá hann aftur en þurfa að laga fjárhaginn áður enn hægt er að næla í nýjan leikmann. Atletico Madrid er einnig talið hafa áhuga.

Þá er einnig áhugi frá Tyrklandi, Bandaríkjunum, Sádí Arabíu, Katar og ónefndu félagi í úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner