Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   mið 31. maí 2023 22:22
Sævar Þór Sveinsson
Eldræða Péturs - „Við erum ósýnileg“
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við gerðum þetta frábærlega, þrjú stig eru velkomin í hús“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 sigur gegn Þrótti í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Valur

Pétur var ósáttur með umgjörðina í kringum kvennaleikina samanborið við karlaleikina.

Þetta er toppleikur í deildinni, af hverju er ekki panel eins og á öllum karlaleikjum. Maður spyr sig það er enginn, það er enginn fjórði dómari frá KSI. Þetta er stærsti leikurinn í umferðinni. Mér finnst þetta vanvirðing enn og aftur.

Pétur var einnig ósáttur með sýnileika kvennafótboltans.

Þeir sögðust ætla að bæta allt saman varðandi auglýsingar og annað. Ég hef ekki séð að það sé leikur hjá kvennaliði í Bestu deildinni en ég veit alltaf hverjir eru að spila í karlaliðunum. Það þarf að hypja upp um sig buxurnar, mér finnst þetta bara lélegt. Við ætluðum að efla áhorf í kvennafótboltanum, fá fólk á völlinn. Við erum ósýnileg finnst mér.“

Pétur endaði þó viðtalið með skilaboðum til íslensku þjóðarinnar. „Ég biðla til íslensku þjóðina, hvernig væri að mæta á kvennaleikina í Garðabæ, í Keflavík, í Vestmannaeyjum, í Kópavogi, á Akureyri og fylla vellina og sýna að þið standið með okkur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner