Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   mið 31. maí 2023 22:22
Sævar Þór Sveinsson
Eldræða Péturs - „Við erum ósýnileg“
watermark Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við gerðum þetta frábærlega, þrjú stig eru velkomin í hús“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 sigur gegn Þrótti í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Valur

Pétur var ósáttur með umgjörðina í kringum kvennaleikina samanborið við karlaleikina.

Þetta er toppleikur í deildinni, af hverju er ekki panel eins og á öllum karlaleikjum. Maður spyr sig það er enginn, það er enginn fjórði dómari frá KSI. Þetta er stærsti leikurinn í umferðinni. Mér finnst þetta vanvirðing enn og aftur.

Pétur var einnig ósáttur með sýnileika kvennafótboltans.

Þeir sögðust ætla að bæta allt saman varðandi auglýsingar og annað. Ég hef ekki séð að það sé leikur hjá kvennaliði í Bestu deildinni en ég veit alltaf hverjir eru að spila í karlaliðunum. Það þarf að hypja upp um sig buxurnar, mér finnst þetta bara lélegt. Við ætluðum að efla áhorf í kvennafótboltanum, fá fólk á völlinn. Við erum ósýnileg finnst mér.“

Pétur endaði þó viðtalið með skilaboðum til íslensku þjóðarinnar. „Ég biðla til íslensku þjóðina, hvernig væri að mæta á kvennaleikina í Garðabæ, í Keflavík, í Vestmannaeyjum, í Kópavogi, á Akureyri og fylla vellina og sýna að þið standið með okkur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner