Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 31. maí 2023 22:22
Sævar Þór Sveinsson
Eldræða Péturs - „Við erum ósýnileg“
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við gerðum þetta frábærlega, þrjú stig eru velkomin í hús“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 sigur gegn Þrótti í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Valur

Pétur var ósáttur með umgjörðina í kringum kvennaleikina samanborið við karlaleikina.

Þetta er toppleikur í deildinni, af hverju er ekki panel eins og á öllum karlaleikjum. Maður spyr sig það er enginn, það er enginn fjórði dómari frá KSI. Þetta er stærsti leikurinn í umferðinni. Mér finnst þetta vanvirðing enn og aftur.

Pétur var einnig ósáttur með sýnileika kvennafótboltans.

Þeir sögðust ætla að bæta allt saman varðandi auglýsingar og annað. Ég hef ekki séð að það sé leikur hjá kvennaliði í Bestu deildinni en ég veit alltaf hverjir eru að spila í karlaliðunum. Það þarf að hypja upp um sig buxurnar, mér finnst þetta bara lélegt. Við ætluðum að efla áhorf í kvennafótboltanum, fá fólk á völlinn. Við erum ósýnileg finnst mér.“

Pétur endaði þó viðtalið með skilaboðum til íslensku þjóðarinnar. „Ég biðla til íslensku þjóðina, hvernig væri að mæta á kvennaleikina í Garðabæ, í Keflavík, í Vestmannaeyjum, í Kópavogi, á Akureyri og fylla vellina og sýna að þið standið með okkur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner